Jóga í náttúrunni

17. desember 2019

Jóga er frábær líkamsrækt og passar einstaklega vel með gönguferð í náttúrunni. Jóga miðar að því að gera okkur heilbrigð á líkama, huga og sál með æfingum, öndun og hugleiðslu. Jóga hjálpar okkur að vera í góðu jafnvægi, andlega og líkamlega. Segja má að gönguferð í náttúrunni gefi okkur það sama í gegnum líkamlega áreynslu en einnig í gegnum önnur skilningarvit; með öndun, sjón, heyrn og hugsun. Í gönguferð í náttúrunni reynum við líkamlega á okkur og um leið drögum við að okkur hreint útiloft, finnum lykt í náttúrunni, hlustum á fuglasöng og önnur náttúruhljóð, horfum á fallegt útsýni og verðum fyrir hughrifum. Saman mynda jóga og gönguferð enn sterkari upplifun og áhrif heldur en hvort um sig eitt og sér.

Útivist býður upp á Jógaferð í Þjórsárdal dagana 4.-6. júlí og gefst þar tilvalið tækifæri til að upplifa þetta allt. Gist er í skála í Hólaskógi og ferðast um einstaklega fallegt umhverfi í næsta nágrenni.