Göngubrú á Markarfljót

06. apríl 2016

Bygging göngubrúar á Markarfljót við Húsadal er samstarfsverkefni Vina Þórsmerkur og Vegagerðarinnar.

Vinir Þórsmerkur voru stofnaðir af ferðaþjónustuaðilum sem hafa starfsemi í Þórsmörk árið 2011; Ferðafélagi Íslands, Ferðafélaginu Útivist, Farfuglum og Kynnisferðum, auk Rangárþings Eystra og Skógrækt ríkisins. Megin ástæða stofnunar félagsins var að stofna félagsskap sem sameinaði þessa aðila til að standa saman að ýmsum framfaramálum á svæðinu sér í lagi í tengslum við náttúruvernd.

 

Um verkefnið

Markmið með byggingu göngubrúar yfir Markarfljót við Húsadal er að auka öryggi og aðgengi að einum af vinsælustu ferðamannastöðum á landinu. Með aðkomu frá Emstruleið (F261) verður til ný aðkoma að Þórsmörk sem gerir fleirum kleift að njóta útivistar í Þórsmörk. Með göngubrú yfir Markarfljót við Húsadal verður til örugg og fljótleg rýmingar- og flóttaleið ef eða þegar um mikla vatnavexti er að ræða í öðrum ám á svæðinu.

Með göngubrúnni opnast einnig nýjar gönguleiðir fyrir lengri og skemmri ferðir um þetta fjölbreytta landsvæði með tengingu við Tindfjallasvæðið sem og inn með Markarfljótsgljúfrum að vestanverðu, með því móti mun vaxandi ferðamennska dreifast á fleiri staði.

Í maí 2011 var samþykkt þingsályktunartillaga þar sem ríkisstjórninni var falið að hefja undirbúning að smíði göngubrúar yfir Markarfljót við Húsadal. Vegagerðin fékk í kjölfarið framlag á fjárlögum árið 2013 til að hefja undirbúning.

Haldin var samkeppni um hönnun brúarinnar sumarið 2014. Dómnefnd sem skipuð var fulltrúum Vina Þórsmerkur, Vegagerðarinnar ásamt arkitekt og landslagsarkitekt valdi tillögu EFLU verkfræðistofu og Studio Granda arkitekta sem bestu tillöguna. Samið var við höfunda vinningstillögu um hönnun brúarinnar til útboðs og hófst vinna við hönnun brúarinnar í lok árs 2014. Hönnun og gerð útboðsgagna lauk nú í mars 2016.

Göngubrúin er 158 m löng hengibrú í einu hafi með 2,5 m breiðu brúargólfi. Brúargólfið situr ofan á burðarköplunum og fylgir hæðarlegu þeirra í samfelldum lágboga. Brúargólfið er úr íslensku timbri, greni frá Skógrækt ríkisins. Undirstöður kapla eru úr járnbentri steypu ásamt 18-22 m löngum spenntum bergakkerum sem grautuð eru niður í móbergsklöpp.

Til að staðfesta hegðun svo léttrar hengibrúar í vindi voru gerðar vindgangaprófanir á þversniði brúarinnar hjá Force Technology í Danmörku og sá Krabbenhøft+Ingólfsson verkfræðistofa í Kaupmannahöfn um ráðgjöf vegna vindgangaprófana. Nokkrar breytingar voru gerðar á þversniði brúarinnar í kjölfar vindgangaprófana til að auka stöðugleika þversniðsins í vindi.

Brúargerðin hefur verið fjármögnuð með styrkum frá Framkvæmdasjóði Ferðamannastaða, Ferðamálastofu, Skógrækt ríkisins ásamt framlögum til Vegagerðarinnar í vegáætlun.  Alls voru veittar 45 milljónir kr. í verkefnið með framlagi Alþingis til Vegagerðarinnar á fjárlögum 2013. Vinir Þórsmerkur hafa fengið styrki frá framkvæmdasjóði ferðamannastaða, Ferðamálastofu og Skógrækt ríkisins til verkefnisins. Fjárveitingar sem tryggðar hafa verið til verkefnisins eru alls 84 milljónir kr.

Heildarkostnaður við undirbúning og byggingu brúarinnar er áætlaður um 220 milljónir kr. og er þá ekki gert ráð fyrir kostnaði vegna vegabóta inn að brúarstæðinu. Framkvæmdir hafa ekki verið fjármagnaðar að fullu ennþá og því er ekki ljóst hvenær bygging brúarinnar hefst.

 

GVG / 5.apríl 2016Greinar og ferðasögur

 • Mynda-
  kvöld

  Myndakvöld

  Kaffi- og myndanefnd voru settar á stofn fljótlega eftir stofnun Útivistar. Markmið þeirra er að halda myndakvöld þar sem félagsmenn koma saman til að skoða myndir og hlýða á ferðasögur frá ferðum sem Útivist hefur staðið fyrir. Auk þess eru kynntar ferðir á nýjum slóðum. Oft eru fengnir utanaðkomandi aðilar til að kynna áhugaverð svæði.

  Glæsilegar kaffiveitingar eru eitt aðalsmerki myndakvöldanna. Félagslegi þátturinn er stór. Útivistarfélagar hittast, rifja upp góðar stundir og gæða sér á kræsingum af kökuhlaðborðinu.

  Myndakvöld eru haldin fimm sinnum yfir vetrarmánuðina og njóta mikilla vinsælda. Allur ágóði af myndakvöldunum er nýttur til að efla félagið. Lengst af var hann settur í uppbyggingu aðstöðu félagsins í Básum á Goðalandi. Nú síðustu ár hefur ágóðanum verið varið í kaup og uppsetningu útsýnisskífu á Réttarfelli og glæsileg fræðsluskilti í Básum.

  Öll herlegheitin kosta aðeins 1.500 kr. Gestir eru vinsamlegast beðnir að hafa handbært reiðufé því ekki er hægt að taka við greiðslukortum.

  Næstu ferðir

 • Jeppa-
  ferðir

  Jeppaferðir

  Í jeppaferðum koma þátttakendur á eigin jeppum. Ferðast er í hóp undir leiðsögn fararstjóra sem hefur góða reynslu af þessari tegund ferðamennsku. Bæði er um að ræða vetrarferðir þar sem gerðar eru tilteknar kröfur um búnað jeppanna, svo og sumar- og haustferðir sem henta lítið breyttum eða óbreyttum jeppum. 

  Næstu ferðir

  3. mars 2018 - 4. mars 2018

  Fimmvörðuháls

  24. mars 2018 - 25. mars 2018

  Fjallabak nyrðra – Mælifellssandur

  7. apríl 2018 - 8. apríl 2018

  Fjallabak syðra

 • Fjalla-
  refir

  Fjallarefir

  Á námskeiðum Fjallarefa er gönguþrek markvisst byggt upp og þátttakendur kynnast fjölbreyttum gönguleiðum.

  Námskeið Fjallarefa er ætlað þeim sem áður hafa tekið þátt í námskeiðum og/eða eru í ágætis gönguformi. Námskeiðið felur í sér þrekgöngutíma, dagsferðir og helgarferð. Samhliða göngunum verður fræðsla þar sem þátttakendur safna í sarpinn hagnýtum upplýsingum sem tengjast útivist, til dæmis varðandi klæðnað, næringu, útbúnað og leiðarval. 

  Þrekgöngutímar eru á þriðjudögum og dagsferðir á laugardögum. Þátttakendur koma á eigin bílum á upphafsstað göngu en geta sameinast í bíla eftir hentugleikum.

  Hámarksfjöldi: 40 manns.

  Næstu ferðir

 • Everest

  Everest 2018

  Everest-hópur Útivistar er ætlaður fólki sem er í þokkalega góðu formi og vill reyna á sig í hressilegum fjallgöngum. Boðið verður upp á þríþætta dagskrá, sjá hér fyrir neðan:

  Kvöldgöngur á miðvikudögum kl.18 (1 ½ - 2 klst)
  10. janúar - 21. mars => 11 göngur
  5. september - 21. nóvember => 12 göngur

  Dagsgöngur – 2. laugardag í mánuði
  20. janúar – Akrafjall
  10. febrúar – Grindarskörð-Kistufell
  10. mars – Hrafnabjörg
  14. apríl – Skarðsheiði endilöng
  9. júní – Eiríksjökull
  8. september – sjö tindar Hafnarfjalls
  13. október – kringum Botnssúlur
  10. nóvember – Hengilssvæðið
  8. desember – jólaóvissuferð

  Helgarferðir
  10.-13. maí - Rótarfjallshnjúkur og Svínafellsfjall
  10.-12. ágúst – Ólafsfjörður-Hvanndalir-Héðinsfjörður

  Kvöldgöngurnar (23 talsins) eru innifaldar í skráningargjaldi sem er aðeins 30.000 kr. Verð í dagsgöngur er 4.900 kr. og í helgarferðir 9.800 kr.
  Fararstjórar eru Stefán Birgisson, Unnur Jónsdóttir, Reynir Þór Sigurðsson, Gylfi Arnbjörnsson og Kristjana Birgisdóttir. Á kantinum er svo Kristíana Baldursdóttir.

  Skráning á skrifstofu Útivistar, í síma 562 1000 eða með tölvupósti á utivist@utivist.is.

  Fyrstur kemur, fyrstur fær - fjöldinn verður takmarkaður

  Lokaður hópur – aðeins fyrir þá sem greiða skráningargjaldið

  Næstu ferðir

  10. mars 2018

  Hrafnabjörg

  10. maí 2018 - 13. maí 2018

  Rótarfjallshnjúkur og Svínafellsfjall

 • Útivistar-
  gírinn

  Útivistargírinn

  Ókeypis göngur í nágrenni höfuðborgarinnar

  Komdu þér í Útivistargírinn fyrir sumarið með samheldnum hópi Útivistarfólks og nýrri tólf vikna dagskrá. Útivistargírinn leysir af hólmi Útivistarræktina sem starfrækt hefur verið í um 20 ár.

  Dagskráin hefst 4. apríl og stendur til 20. júní. Hópurinn hittist vikulega á miðvikudögum klukkan 18:00 og gengur spennandi gönguleiðir í nágrenni höfuðborgarsvæðisins. Göngurnar henta flestum sem geta hreyft sig með góðu móti og eru nýliðar í útivist . Einnig er vant fólk hvatt til þess að taka þátt. Í þessum kvöldgöngum verður lögð áhersla á vinalegt andrúmsloft og kynningu á grunnatriðum í útivist og gönguferðum. Fjölbreytt starfsemi Útivistar, þar sem allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi, verður einnig kynnt þátttakendum.

  Flestar göngurnar taka 2 – 4 klukkustundir. Þátttakendur sameinast í bíla og deila eldsneytiskostnaði.

  Kynningarfundur verður haldinn kl. 20:00 þann 28. mars.

  Þátttaka í göngunum er félagsmönnum Útivistar að kostnaðarlausu en skrá þarf þátttöku. Áhugasömum er bent á upplýsingar um skráningu á heimasíðu Útivistar. Gönguleiðirnar eru fjölbreyttar og tekur röð þeirra mið af veðri og færð hverju sinni. Auglýst verður á vef Útivistar, á Facebook síðu félagsins og á póstlista hvert verður farið hverju sinni.

  Fjórir fararstjórar, Hrönn Baldursdóttir, Guðrún Svava Viðarsdóttir, Kristjana Kristjánsdóttir og Guðmundur Örn Sverrisson leiða þátttakendur Útivistargírsins. Óhætt er að segja að fararstjórahópurinn sé fjölbreyttur en samhentur og hlakkar til að taka vel á móti öllum þeim sem vilja komast í Útivistargírinn.

  Fylgstu með og skráðu þig á Facebook síðu Útivistargírsins.