Náttúrunni er ógnað

17. desember 2014

Oft hefur það verið talið til góðrar stjórnkænsku að getað hlustað eftir tíðarandanum. Þannig er góðum stjórnvöldum á hverjum tíma nauðsynlegt að geta greint hvernig viðhorf og viðmiðanir breytast, hvernig kraftar samfélagsins finna sér farveg og hvernig verðmætamat almennings þroskast og þróast. Hjá lítilli þjóð í litlu og viðkvæmu hagkerfi geta lagasetningar stjórnvalda haft gríðarlega afdrífaríkar afleiðingar. Miklu máli skiptir að valdhafar séu færir um að spila rétt úr þeim spilum sem þeir hafa á hendi og forðist að setja allt í bál og brand með ákvörðunum sínum. Á síðustu dögum hafa þrjár óskahugmyndir valdamanna varðandi sameignlegan þjóðarauð Íslendinga komið fram og er hver og ein þeirra til þess fallin að setja allt á annan endann í samfélaginu.

Fyrst er til að taka að Iðnaðar- og viðskiptaráðherra hefur nú keyrt hugmynd sína um svokallaðan náttúrupassa í gegn um ríkisstjórn og kemur hún því til kasta Alþingis. Sú útfærsla sem nú er kynnt er til sögunnar, er sú versta af nokkrum mögulegum eins og margoft hefur verið bent á. Fyrir réttu ári þá fullyrti ráðherra ferðamála að gagnrýni á náttúrupassann væri ekki tímabær þar sem ekki væri búið að útfæra framkvæmdina. Útfærslan í hennar höndum liggur nú fyrir og ljóst er að Ragnheiður Elín Árnadóttir ætlar að halda áfram tilraunum sínum til að þvinga þessa óhæfu ofaní þjóðina. Þessi útfærsla ráðherrans til að fjármagna eðlileg og nauðsynleg verkefni til viðhalds og verndar náttúru Íslands, er versta mögulega leiðin sem í boði er. Hún er einnig í algerri andstöðu við Samtök ferðaþjónustunnar, ferðafélögin á landinu, Samtök útivistarfélaga, Landvernd, Náttúruverndarsamtök Íslands og fleiri. Þessir aðilar hafa í riti og ræðu harðlega mótmælt þessari útfærslu. Mun áhrifaríkari leiðir eru fyrir hendi, með minni tilkostnaði, einfaldari innheimtu og með mun sterkari tekjustofni. Um þær leiðir væri hægt að mynda breiða og þétta samstöðu alls almennings. Fyrir utan hvað hugmynd ráðherra er vond í utanumhaldi þá er hér einnig gerð aðför að almannarétti allra Íslendinga til aðgangs að sínu eigin landi. Um útfærslu iðnaðarráðherra mun aldrei nást samstaða.

Í öðru lagi þá var stríðshanskanum kastað með tillögu atvinnuveganefndar Alþingis um að færa átta virkjanahugmyndir í nýtingarflokk rammaáætlunar. Það mál er reyndar allt hið furðulegasta og það má spyrja sig hvað atvinnuveganefnd og formanni hennar gangi til? Það fólk sem tók þessa ákvörðun þekkir mætavel hvert ferlið á að vera. Lítur út fyrir að þessi aðkoma nefndarinnar að málinu sé í andstöðu við málsmeðferðarreglur rammaáætlunarlaga. Kjarni málsins er þó sá að sé einungis litið til þeirra náttúruauðæva sem hér liggja undir, er vandséð að um málið náist nokkur sátt við áhugafólk um ferðamennsku og náttúruvernd. Það að setja Hagavatnsvirkjun, Skrokkölduvirkjun, Hágönguvirkjanir og Hólmsárvirkjun við Atley í nýtingarflokk, er hreint út sagt galin hugmynd. Um virkjanir á þessum viðkvæmu náttúruperlum og ferðamannatöðum mun aldrei nást nein sátt.

Þriðja vitleysishugmyndin er óskadraumur Landsnets og Vegagerðarinnar um að leggja risalínu yfir Sprengisand með tilheyrandi uppbyggðum heilsársvegi. Það er reyndar með nokkrum ólíkindum að nokkrum manni skuli yfirleitt detta í hug að eyðileggja þessa einstöku perlu sem miðhálendi Íslands er. Því hefur verið haldið fram að fyrirhuguð lína sé til að tryggja afhendingu rafmagns almennt. 220kV háspennulína um Sprengisand hefur flutningsgetu langt umfram það. Reyndar hefur verið fullyrt að línan eigi að tryggja rafmagn til stóriðju á Austurlandi. Ljóst er að framkvæmdir Landsnets og Vegagerðarinnar myndu hafa mikil og óafturkræf áhrif á miðhálendið. Framkvæmdum myndi fylgja óásættanleg áhrif á náttúru, landslag og víðerni en einnig skerða möguleika á útivist og ferðaþjónustu á hálendinu. Hálendið eins og við þekkjum það í dag, myndi því tilheyra fortíðinni með tilheyrandi skaða fyrir núverandi og ókomnar kynslóðir.

Af þessari upptalningu má draga einfalda ályktun: stjórnvöld og ráðamenn hafa ákveðið að lýsa yfir stríði við náttúruunnendur, ferðaþjónustuna og ferðamenn. Ef stjórnvöldum tekst að koma þessum áformum sínum í framkvæmd þá tapa allir þegar til lengri tíma er litið. Því er það nauðsynlegt að allir unnendur ferðamennsku og íslenskrar náttúru leggi sitt af mörkum í baráttunni sem framundan er. Munum það að við fáum eflaust ekki nema eitt tækifæri til að koma þessum málum í réttan farveg því verstu skemmdirnar sem stefnt er að eru óafturkræfar. Gleymum því ekki.

Þórarinn Eyfjörð, formaður ÚtivistarGreinar og ferðasögur

 • Dags-
  ferðir

  Dagsferðir

  Almennar dagsferðir hafa allt frá stofnun félagsins verið einn af hornsteinunum í starfsemi Útivistar. Dagsferðir geta fallið niður ef þátttaka er ekki nægjanleg, en núna bjóðum við þátttakendum að skrá sig fyrirfram fyrir kl. 15 á föstudögum og fá þá góðan afslátt af þátttökugjaldi. Engu að síður er hægt að mæta að morgni ferðadags á BSÍ, en þá er alltaf hætta á að ferðin hafi verið felld niður vegna ónógrar þátttöku. 

  Næstu ferðir

 • Helgar-
  ferðir

  Helgarferðir

  Helgarferðir eru eins og nafnið gefur til kynna ferðir sem taka heila helgi. Göngur yfir Fimmvörðuháls eru klassískar helgarferðir en einnig hafa margar aðrar ferðir hjá Útivist fest sig svo rækilega í sessi að þær eru fastur liður á ferðaáætluninni. 

  Næstu ferðir

  24. nóvember 2017 - 26. nóvember 2017

  Aðventuferð

  29. desember 2017 - 1. janúar 2018

  Áramótaferð

 • Lengri ferðir

  Lengri ferðir

  Lengri ferðir eru göngur þar sem gengið er í þrjá daga eða meira. Í þessari dagskrá má finna bæði þekktar gönguleiðir eins og Strútsstíg og Sveinstind-Skælinga, en einnig eru þarna nokkrar spennandi nýjungar. 

  Næstu ferðir

 • Mynda-
  kvöld

  Myndakvöld

  Kaffi- og myndanefnd voru settar á stofn fljótlega eftir stofnun Útivistar. Markmið þeirra er að halda myndakvöld þar sem félagsmenn koma saman til að skoða myndir og hlýða á ferðasögur frá ferðum sem Útivist hefur staðið fyrir. Auk þess eru kynntar ferðir á nýjum slóðum. Oft eru fengnir utanaðkomandi aðilar til að kynna áhugaverð svæði.

  Glæsilegar kaffiveitingar eru eitt aðalsmerki myndakvöldanna. Félagslegi þátturinn er stór. Útivistarfélagar hittast, rifja upp góðar stundir og gæða sér á kræsingum af kökuhlaðborðinu.

  Myndakvöld eru haldin fimm sinnum yfir vetrarmánuðina og njóta mikilla vinsælda. Allur ágóði af myndakvöldunum er nýttur til að efla félagið. Lengst af var hann settur í uppbyggingu aðstöðu félagsins í Básum á Goðalandi. Nú síðustu ár hefur ágóðanum verið varið í kaup og uppsetningu útsýnisskífu á Réttarfelli og glæsileg fræðsluskilti í Básum.

  Öll herlegheitin kosta aðeins 1.500 kr. Gestir eru vinsamlegast beðnir að hafa handbært reiðufé því ekki er hægt að taka við greiðslukortum.

  Næstu ferðir

 • Hjóla-
  ferðir

  Hjólaferðir

  Hjólaræktin hefur starfað í allnokkur ár, en sífellt fleiri uppgötva hvað reiðhjólið er frábært til ferðalaga. Fastir liðir eru hjólatúrar á höfuðborgarsvæðinu á laugardögum yfir vetrartímann en þegar kemur fram á sumar er stefnan gjarnan tekin á lengri túra.  

  Næstu ferðir

 • Skíða-
  ferðir

  Skíðaferðir

  Skíðaferðir eru í boði fram að vori og leitum við þangað sem vænta má góðra snjóalaga. Þær er að finna í dagskrá dagsferða og helgarferða, en einnig bendum við á að alltaf er möguleiki á að skíðaferðir séu settar á dagskrá með skömmum fyrirvara og því er um að gera að fylgjast vel með hér á heimasíðu Útivistar.

  Næstu ferðir

 • Jeppa-
  ferðir

  Jeppaferðir

  Í jeppaferðum koma þátttakendur á eigin jeppum. Ferðast er í hóp undir leiðsögn fararstjóra sem hefur góða reynslu af þessari tegund ferðamennsku. Bæði er um að ræða vetrarferðir þar sem gerðar eru tilteknar kröfur um búnað jeppanna, svo og sumar- og haustferðir sem henta lítið breyttum eða óbreyttum jeppum. 

 • Fjalla-
  refir

  Fjallarefir

  Fjallarefir fögnuðu fimm ára gönguafmæli á síðasta ári og enn á ný skal haldið á vit íslenskrar náttúru í góðum félagsskap. Á námskeiðum Fjallarefa er gönguþrek markvisst byggt upp og þátttakendur kynnast fjölbreyttum gönguleiðum.

  Námskeið Fjallarefa er ætlað þeim sem áður hafa tekið þátt í námskeiðum og/eða eru í ágætis gönguformi. Námskeiðið felur í sér þrekgöngutíma, dagsferðir og helgarferð. Samhliða göngunum verður fræðsla þar sem þátttakendur safna í sarpinn hagnýtum upplýsingum sem tengjast útivist, til dæmis varðandi klæðnað, næringu, útbúnað og leiðarval. 

  Þrekgöngutímar eru á þriðjudögum og dagsferðir á laugardögum. Þátttakendur koma á eigin bílum á upphafsstað göngu en geta sameinast í bíla eftir hentugleikum. Til að taka þátt í haustnámskeiði Fjallarefa þarf að gerast félagsmaður í Útivist.

  Hámarksfjöldi: 40 manns.
  Námskeiðsverð: 18.000 kr.

  Næstu ferðir

 • Útivistar-
  gírinn

  Útivistargírinn

  Ókeypis göngur í nágrenni höfuðborgarinnar

  Komdu þér í Útivistargírinn fyrir sumarið með samheldnum hópi Útivistarfólks og nýrri tólf vikna dagskrá. Útivistargírinn leysir af hólmi Útivistarræktina sem starfrækt hefur verið í um 20 ár.

  Dagskráin hefst 5. apríl og stendur til 21. júní. Hópurinn hittist vikulega á miðvikudögum klukkan 18:00 við Toppstöðina í Elliðaárdal og gengur spennandi gönguleiðir í nágrenni höfuðborgarsvæðisins. Göngurnar henta flestum sem geta hreyft sig með góðu móti og eru nýliðar í útivist . Einnig er vant fólk hvatt til þess að taka þátt. Í þessum kvöldgöngum verður lögð áhersla á vinalegt andrúmsloft og kynningu á grunnatriðum í útivist og gönguferðum. Fjölbreytt starfsemi Útivistar, þar sem allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi, verður einnig kynnt þátttakendum.

  Flestar göngurnar taka 2 – 4 klukkustundir. Þátttakendur sameinast í bíla og deila eldsneytiskostnaði.

  Kynningarfundur verður haldinn kl. 20:00 þann 29. mars - smelltu hér til að skrá þig.

  Þátttaka í göngunum er félagsmönnum Útivistar að kostnaðarlausu en skrá þarf þátttöku. Áhugasömum er bent á upplýsingar um skráningu á heimasíðu Útivistar. Gönguleiðirnar eru fjölbreyttar og tekur röð þeirra mið af veðri og færð hverju sinni. Auglýst verður á vef Útivistar, á Facebook síðu félagsins og á póstlista hvert verður farið hverju sinni.

  Fimm fararstjórar, Hrönn Baldursdóttir, Kristey Briet Gísladóttir, Hrefna Jensdóttir, Kristjana Kristjánsdóttir og Guðmundur Örn Sverrisson leiða þátttakendur Útivistargírsins. Óhætt er að segja að fararstjórahópurinn sé fjölbreyttur en samhentur og hlakkar til að taka vel á móti öllum þeim sem vilja komast í Útivistargírinn.

  Fylgstu með og skráðu þig á Facebook síðu Útivistargírsins.

   

  Næstu ferðir