Gönguleiðabók um Öxnadal - umsögn

23. júní 2014

Fyrr á þessu ári kom út bókin,  Hraun í Öxnadal-Fólkvangur. Aðalhöfundur hennar er Bjarni E Guðleifsson jarðræktarráðunautur sem lengstan hluta af sínum starfsferli hefur haft aðsetur á Möðruvöllum í Hörgárdal  en er nú hættur störfum sökum aldurs. Ekki verður hjá því komist að ræða aðeins um aðdraganda verksins.
Við förum aftur til ársins 2003. Það ár var stofnað Menningarfélagið Hraun í Öxnadal. Í stofnskrá segir m.a. að megintilgangurinn sé:
- að koma á stofn menningarstofu um Jónas Hallgrímsson að Hrauni í Öxnadal,
- að kynna og gefa út verk skáldsins, náttúrfræðingsins og stjórnmálamannsins.

Þó svo Jónas sé alinn upp á Steinsstöðum í Öxnadal frá því hann var á fyrsta er nafn hans ætíð tengt Hrauni.
Næsta skref í þessu ferli var að að nálægt miðju ári 2007 verður til Fólkvangurinn Hraun í Öxnadal. Þá er stærstur hluti jarðarinnar, tæpir 2300 ha friðlýstir. Einungis 77 ha af heimalandinu eru undanskildir.  Áður hafði Umhverfisstofnun lagt blessun sína yfir gjörningin.  Þáverandi umhverfisráðherra staðfesti  þetta með sinni undirskrift 10. maí 2007.

Bókin Hraun í Öxnadal-Fólkvangur skiptist þrjá meginkafla.
1.    Náttúra Hrauns í Öxnadal
2.    Fólkvangur og Jónasarsetur á Hrauni í Öxnadal
3.    Gönguleiðir frá Hrauni í Öxnadal
Að auki er kafli sem kallast Viðaukar. Bókinni lýkur síðan með örnefnaskrá.

Þó svo meginhluti bókarinnar sé skrifaður af Bjarna koma ekki færri en átta aðrir höfundar að verkinu enda kannski  til of mikils mælst að einn maður  geti haft yfirsýn yfir allt það sem kemur fram í bókinni, svo yfirgripsmikið og merkilegt er það.  Að auki er fjöldin allur af fólki talin upp sem liðsinna höfundi með einum eða öðrum hætti.

Fyrsti kafli bókarinnar er að mestu helgaður náttúrufari jarðarinnar, jarðfræði, gróðri , dýralífi  og lýsing á lífi í Hraunsvatni. Síðan er afar fróðlegur kafli um ábúendur á Hrauni allt frá árinu 1788. Ekki nóg með það, heldur er líka skrá yfir afkomendur, lítið ættfræðirit fyrir Hraun í Öxnadal.
Miðkaflin er síðan helgaður Öxnadals- og Hörgárdalsfriðlandi.  Að hruni bankanna væri helgaður einn kafli í bókinni var meira en ég átti von á. En auðvitað kostar allt peninga og kannski varð ekki hjá þvi komist að Menningarfélagið Hraun í Öxnadal  lenti þar í hremmningum en fyrir tilstuðlan góðra er ekki hægt að skilja annað en að því máli hafi verið lent með viðunandi hætti.

Meginhluti bókarinnar er síðan gönguleiðalýsingar á svæðinu, alls 18 mismunandi leiðir.  Hverjum kafla fylgir kort þar sem leið er teiknuð inn á. Ég get ekki séð að nema ein leiðanna sé stikuð, leið nr 12 Hraunin og Staparnir.  Merkingum  þyrfti endilega að koma í kring á þeim öllum. Það kemur ekkert í staðin fyrir greinagóðar merkingar. Þær auka öryggi göngumanns og stuðla að því að landið verði ekki allt útsparkað.  Helstu tindar og skörð eru GPS hnitsett. Ég hefði viljað sjá meira af slíku því þó ég sé ekki mikill GPS maður hef ég þó kynnst því að um hrein undratæki er að ræða. Ég hef lent í þoku þar sem ég veit ekki hvað snýr upp eða niður. Þá hef ég tekið fram tækið fundið punkt sem ég hef áður stimplað inn í það og gengið síðan nákvæmlega í þá stefnu sem tækið segir mér. Ég ætla bara ekki að lýsa þeirri tilfinningu þegar ég kem út úr þokunni og átta mig á því að ég er á nákvæmlega réttri leið.  

Eðli málsins samkvæmt prýða bókina mikill fjöldi fallegra ljósmynda. Í nokkrum tilfellum eru nöfn á fjallatindum merkt inn á myndirnar sem eykur gildi bókarinnar.

Sú gönguleiðalýsing sem kannski stendur upp úr er kaflinn um göngu á Hraundrangann, hinn eina og sanna. Þetta gerir Bjarni þegar hann stendur á sjötugu og geri aðrir betur. Þess má geta til gamans að góður félagi Bjarna, Gísli Friðgeirsson sigldi kringum Ísland á kajak á því ári sem hann varð löglegt  gamalmenni (67 ára). Líkur sækir líkan heim.

Í byrjun þessa kafla er annáll yfir fyrri ferðir á Hraundranginn. Síðan kemur lýsing á klifri Bjarna og hans félaga. Þar var hann með góðan fylgdarmann  Jón Gauta Jónsson, reyndan leiðsögumann frá Íslenskum fjallaleiðsögumönnum. Sonur Bjarna, sem  ætlaði  með, en dró sig til baka á síðustu stundu, taldi sig ekki getað tekið áhættuna  sem slíku brölti hlyti að fylgja, enda á hann þrjú börn. Ekki lái ég honum að hafa tekið þá ákvörðun. Sá sem kom í stað hans var Halldór Halldórsson, vanur björgunarsveitarmaður á Akureyri.  Ein myndanna í þessum kafla sýnir Jón Gauta hlaðinn tækjum og tólum til göngunnar sem segir að svona klifur er heilmikið mál. Klifrið á tindinn gekk að óskum og allir sluppu til baka óskaddaðir.

Mér finnst ég ekki geta látið hjá líða að fara nokkrum orðum um höfundinn sjálfan. Hann er fæddur í Reykjavík 1942, miðjubarn, fimm systkina, eini strákurinn. Þegar hans ferilskrá er skoðuð liggur beint við að ætla að Bjarni sé fæddur náttúrufræðingur.  Plöntulífeðlisfræði  nam hann við Landbúnaðarháskólan á Ási í Noregi  og lauk þaðan kandidatsprófi 1966 og síðan doktorsprófi  frá sama skóla 1971.  Eins og áður er komið fram hefur Bjarni,  lungað úr sínum starfsferli veitt forstöðu Tilraunastöð landbúnaðarins á Möðruvöllum í Hörgárdal en hefur nú látið af störfum sökum aldurs. Einnig hefur hann kennt víða og var seinustu árin prófessor við Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri.  

Á Jónsmessu sumarið 1981 var Bjarni einn þeim sem stóðu að stofnun Ferðafélagsins Hörgs í Hörgárdal og var hann formaður félagsins í 30 ár. Eins og gildir um önnur ferðafélög á landsbyggðinni er Hörgur deild í Ferðafélagi Íslands. Félagið á einn skála, Baugasel í Barkárdal,  gamalt býli sem fór í eyði 1965. Allt frá stofnun  félagsins  hefur fjöldi manns  safnast þar saman á Jónsmessu ár hvert.

Fyrir utan Hraun í Öxnadal, Fólkvangur, hefur Bjarni skrifað nokkrar bækur. Ber þar fyrst að nefna að hann er aðalhöfundur árbókar FÍ 1991, Fjallendi Eyjafjarðar að vestanverðu. Tvær aðrar bækur er mér bæði ljúft og skylt að nefna. Önnur er Á fjallatindum. göngufeðir á hæstu fjöll í sýslum landsins og hin er Svarfaðadalsfjöll, gengin fjallahringurinn umhverfis  Svrfaðardal .  Fyrir utan árbókina , eru áðurnefndar  þrjár bækur allar unnar með svipuðu sniði,  bera þess merki að höfundurinn  er sennilega sá sami.  Að auki, liggja eftir Bjarna  nokkrar bækur, allt annars eðlis.  Ein þeirra heitir Fyrirmyndir, stutt sjálfsævisaga Bjarna E Guðleifssonar.  Þar er lýsir hann  kynnum sínum á fjölda manna og kvenna sem gengið hafa með honum, lengur eða skemur á lífsleiðinni.  Fyrir mig sem, þekkt hef Bjarna um áratugaskeið og vitað að hann var til, miklu lengur, er það afar skemmtileg lesning.  Bæði er bókin liðlega og vel skrifuð og svo þekki ég persónulega sumt af því fólki sem um ræðir. Mig langar að ljúka þessu með því að vitna í niðurlagið á kaflanum þar sem Bjarni er að lýsa kynnum sínum af Hirti Eldjárn Þórarinssyni bónda á Tjörn í Svarfaðardal.

Helstu áhrif Hjartar á mig eru þau að ég lærði betur að meta náttúruna, ekki síst Tröllaskagann og hann kenndi mér að að taka eftir smágerðri fegurð jafnt sem tröllauknum línum í náttúru Íslands. Hann stuðlaði að aukinni náttúruverndarhugsun hjá mér. Einnig sannaði hann fyrir mér að hæfilegt kæruleysi er kostur.

Leifur Þorsteinsson • Mynda-
  kvöld

  Myndakvöld

  Kaffi- og myndanefnd voru settar á stofn fljótlega eftir stofnun Útivistar. Markmið þeirra er að halda myndakvöld þar sem félagsmenn koma saman til að skoða myndir og hlýða á ferðasögur frá ferðum sem Útivist hefur staðið fyrir. Auk þess eru kynntar ferðir á nýjum slóðum. Oft eru fengnir utanaðkomandi aðilar til að kynna áhugaverð svæði.

  Glæsilegar kaffiveitingar eru eitt aðalsmerki myndakvöldanna. Félagslegi þátturinn er stór. Útivistarfélagar hittast, rifja upp góðar stundir og gæða sér á kræsingum af kökuhlaðborðinu.

  Myndakvöld eru haldin fimm sinnum yfir vetrarmánuðina og njóta mikilla vinsælda. Allur ágóði af myndakvöldunum er nýttur til að efla félagið. Lengst af var hann settur í uppbyggingu aðstöðu félagsins í Básum á Goðalandi. Nú síðustu ár hefur ágóðanum verið varið í kaup og uppsetningu útsýnisskífu á Réttarfelli og glæsileg fræðsluskilti í Básum.

  Öll herlegheitin kosta aðeins 1.500 kr. Gestir eru vinsamlegast beðnir að hafa handbært reiðufé því ekki er hægt að taka við greiðslukortum.

  Næstu ferðir

 • Jeppa-
  ferðir

  Jeppaferðir

  Í jeppaferðum koma þátttakendur á eigin jeppum. Ferðast er í hóp undir leiðsögn fararstjóra sem hefur góða reynslu af þessari tegund ferðamennsku. Bæði er um að ræða vetrarferðir þar sem gerðar eru tilteknar kröfur um búnað jeppanna, svo og sumar- og haustferðir sem henta lítið breyttum eða óbreyttum jeppum. 

  Næstu ferðir

  3. mars 2018 - 4. mars 2018

  Fimmvörðuháls

  24. mars 2018 - 25. mars 2018

  Fjallabak nyrðra – Mælifellssandur

  7. apríl 2018 - 8. apríl 2018

  Fjallabak syðra

 • Fjalla-
  refir

  Fjallarefir

  Á námskeiðum Fjallarefa er gönguþrek markvisst byggt upp og þátttakendur kynnast fjölbreyttum gönguleiðum.

  Námskeið Fjallarefa er ætlað þeim sem áður hafa tekið þátt í námskeiðum og/eða eru í ágætis gönguformi. Námskeiðið felur í sér þrekgöngutíma, dagsferðir og helgarferð. Samhliða göngunum verður fræðsla þar sem þátttakendur safna í sarpinn hagnýtum upplýsingum sem tengjast útivist, til dæmis varðandi klæðnað, næringu, útbúnað og leiðarval. 

  Þrekgöngutímar eru á þriðjudögum og dagsferðir á laugardögum. Þátttakendur koma á eigin bílum á upphafsstað göngu en geta sameinast í bíla eftir hentugleikum.

  Hámarksfjöldi: 40 manns.

  Næstu ferðir

 • Everest

  Everest 2018

  Everest-hópur Útivistar er ætlaður fólki sem er í þokkalega góðu formi og vill reyna á sig í hressilegum fjallgöngum. Boðið verður upp á þríþætta dagskrá, sjá hér fyrir neðan:

  Kvöldgöngur á miðvikudögum kl.18 (1 ½ - 2 klst)
  10. janúar - 21. mars => 11 göngur
  5. september - 21. nóvember => 12 göngur

  Dagsgöngur – 2. laugardag í mánuði
  20. janúar – Akrafjall
  10. febrúar – Grindarskörð-Kistufell
  10. mars – Hrafnabjörg
  14. apríl – Skarðsheiði endilöng
  9. júní – Eiríksjökull
  8. september – sjö tindar Hafnarfjalls
  13. október – kringum Botnssúlur
  10. nóvember – Hengilssvæðið
  8. desember – jólaóvissuferð

  Helgarferðir
  10.-13. maí - Rótarfjallshnjúkur og Svínafellsfjall
  10.-12. ágúst – Ólafsfjörður-Hvanndalir-Héðinsfjörður

  Kvöldgöngurnar (23 talsins) eru innifaldar í skráningargjaldi sem er aðeins 30.000 kr. Verð í dagsgöngur er 4.900 kr. og í helgarferðir 9.800 kr.
  Fararstjórar eru Stefán Birgisson, Unnur Jónsdóttir, Reynir Þór Sigurðsson, Gylfi Arnbjörnsson og Kristjana Birgisdóttir. Á kantinum er svo Kristíana Baldursdóttir.

  Skráning á skrifstofu Útivistar, í síma 562 1000 eða með tölvupósti á utivist@utivist.is.

  Fyrstur kemur, fyrstur fær - fjöldinn verður takmarkaður

  Lokaður hópur – aðeins fyrir þá sem greiða skráningargjaldið

  Næstu ferðir

  10. mars 2018

  Hrafnabjörg

  10. maí 2018 - 13. maí 2018

  Rótarfjallshnjúkur og Svínafellsfjall

 • Útivistar-
  gírinn

  Útivistargírinn

  Ókeypis göngur í nágrenni höfuðborgarinnar

  Komdu þér í Útivistargírinn fyrir sumarið með samheldnum hópi Útivistarfólks og nýrri tólf vikna dagskrá. Útivistargírinn leysir af hólmi Útivistarræktina sem starfrækt hefur verið í um 20 ár.

  Dagskráin hefst 4. apríl og stendur til 20. júní. Hópurinn hittist vikulega á miðvikudögum klukkan 18:00 og gengur spennandi gönguleiðir í nágrenni höfuðborgarsvæðisins. Göngurnar henta flestum sem geta hreyft sig með góðu móti og eru nýliðar í útivist . Einnig er vant fólk hvatt til þess að taka þátt. Í þessum kvöldgöngum verður lögð áhersla á vinalegt andrúmsloft og kynningu á grunnatriðum í útivist og gönguferðum. Fjölbreytt starfsemi Útivistar, þar sem allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi, verður einnig kynnt þátttakendum.

  Flestar göngurnar taka 2 – 4 klukkustundir. Þátttakendur sameinast í bíla og deila eldsneytiskostnaði.

  Kynningarfundur verður haldinn kl. 20:00 þann 28. mars.

  Þátttaka í göngunum er félagsmönnum Útivistar að kostnaðarlausu en skrá þarf þátttöku. Áhugasömum er bent á upplýsingar um skráningu á heimasíðu Útivistar. Gönguleiðirnar eru fjölbreyttar og tekur röð þeirra mið af veðri og færð hverju sinni. Auglýst verður á vef Útivistar, á Facebook síðu félagsins og á póstlista hvert verður farið hverju sinni.

  Fjórir fararstjórar, Hrönn Baldursdóttir, Guðrún Svava Viðarsdóttir, Kristjana Kristjánsdóttir og Guðmundur Örn Sverrisson leiða þátttakendur Útivistargírsins. Óhætt er að segja að fararstjórahópurinn sé fjölbreyttur en samhentur og hlakkar til að taka vel á móti öllum þeim sem vilja komast í Útivistargírinn.

  Fylgstu með og skráðu þig á Facebook síðu Útivistargírsins.