Staðarhaldari í Básum

24. nóvember 2023

Básar_sumar.JPG

Nú er í gangi ráðningaferill á nýjum staðarhaldara Útivistar í Básum.  Um er að ræða fullt starf sem ráðið verður í í byrjun nýs árs. 

Starfið er heilsársstarf og felur í sér ábyrgð og umsjón með rekstri skála, veitingasölu og tjaldsvæðis Útivistar í Básum á Goðalandi (Þórsmerkursvæði) ásamt verkstjórn yfir skálavörðum og öðrum starfsmönnum sem ráðnir eru yfir sumartímann. Yfir sumartímann er vinnustöð í Básum en utan þess tíma eftir atvikum einnig á skrifstofu Útivistar í Reykjavík eða eftir samkomulagi.

Við leitum að ábyrgum og sjálfstæðum aðila, með leikni í mannlegum samskiptum og ríka þjónustulund. Starfið felur í sér mannaforráð og reynsla af stjórnun er mjög æskileg. Einnig er mikill kostur að viðkomandi sé handlaginn og geti bjargað sér vel við smávægilegt viðhald á afskekktum slóðum. Mikilvægt er að geta unnið vel undir álagi.

Við hvetjum áhugasama félaga Útivistar að sækja um og hvetjum félaga líka til að benda efnilegu fólki utan félagsins á starfið.

Umsóknir eru í gegnum Alfreð, á slóðinni:  https://alfred.is/starf/stadarhaldari-i-basum-3