Nýársþrek Útivistar

11. desember 2019

Í ársbyrjun taka vaskir Útivistarfélagar nýárið með trompi í Nýársþreki Útivistar sem hefst í janúarbyrjun ár hvert.

Nýársþrekið er glæsileg, tíu viðburða Útivistardagskrá í janúar og er góð byrjun á nýju gönguári. Í Nýársþrekinu er tvinnað saman fjórum kvöldgöngum, fjórum þrekæfingum utandyra og tveimur dagsferðum svo úr verður frábær hreyfiveisla úti í náttúrunni sem hentar byrjendum sem lengra komnum. Þrekæfingarnar eru með því móti að allir geta notið góðs af þeim og aðlagað að eigin getu.

Nýársþrek Útivistar er góð byrjun á nýju ferðaári og að dagskrá lokinni hafa þátttakendur fengið að kynnast gönguleiðum við hæfi á þessum árstíma, þrek- og styrktaræfingum á útisvæðum sem henta vel til þrekþjálfunar. Láttu ekki frábært tækifæri til að rífa sig í gang eftir hátíðirnar, losa sig við jólalögin og njóta bæði samveru og útiveru í góðum hópi fólks framhjá þér fara - og ekki skemmir verðið fyrir!