Útivistargírinn - Tröllafoss

Dags:

mið. 10. maí 2017

Brottför:

Þessi viðburður er liðinn.

Tröllafoss er vel falið leyndarmál sunnan við Móskarðahnúka. Gangan að fossinum hefst sunnan við Leirvogsá og gengið meðfram ánni að góðu vaði. Þegar búið er að vaða yfir ána er gengið að fossinum og síðan haldið áfram meðfram ánni norðan megin við hana. Við bæinn Hrafnhóla er farið yfir ána á brú og gengið að bílunum.

Áætluð gönguvegalengd eru um 5km.

Áætluð hækkun/lækkun eru 40-60m. 

Áætlaður göngutími eru um 2,5 klukkustund.

Skráið þátttöku í göngunni hér: https://www.facebook.com/events/244598855946848/

Sameinast verður í bíla við Toppstöðina, brottför klukkan 18:00.

Fararstjórar eru Hrefna & Hrönn

Vilt þú komast í Útivistargírinn?  Skráðu þig hér: https://www.facebook.com/groups/1772900672998979/

Verð 7.500 kr.

Nr.

  • Suðvesturland