Núpsstaðarskógar og fleira

Dags:

fim. 12. júl. 2018 - sun. 15. júl. 2018

Brottför:

auglýst síðar.

  • Tjald

Jeppa- og gönguferð í Núpsstaðarskóga.

Ekið seinnipart fimmtudags inn í Núpsstaðaskóga.

Fyrir jeppamenn og konur verður tekinn einn dagur í að fara inn að Lakagígum og skoða þau stórkostlegu ummerki sem þar eru um einar mestu jarðhræringar í sögu landsins. Hvaða dagur það verður fer eftir veðri. Frekari akstursleiðir verða settar á dagskrá eftir áhuga ökumanna og með tilliti til veðurs, en þeir sem áhuga hafa geta tekið þátt í gönguferðunum sem eru hluti af ævintýrinu.

Fyrir göngufólk er áætlunin þessi: á föstudag er gengið upp á endann á Eystrafjalli og yfir að Súlutindum, svæðið skoðað. Á laugardeginum er farið inn Núpsstaðaskóg að ármótum Núpsár og Hvítár. Þeir sem ekki þjást af lofthræðslu geta klifrað eftir keðjunni upp klettana og skoðað tvílita-hylinn. Á sunnudeginum verður gengið meðfram Eystrafjalli og þá sést glögglega hve mikið Súlujökull og Skeiðarárjökull hafa hörfað. Heimferð verður að lokinni góðri göngu.

Verð 9.000 kr.

Nr.

1807J01
  • Suðurland