Rangárvellir - Fljótshlíð - dagsferð

Dags:

lau. 10. jún. 2017

Brottför:

kl. 09:00. 

Þessi viðburður er liðinn.

Hjólaferðin hefst á Hvolsvelli. Hjólað verður eftir þjóðveginum að Rangárvallavegi vestan Eystri-Rangár að Keldum þar sem skoða má gömul bæjarhús. Þaðan liggur leiðin á stuttum kafla um Fjallabaksleið-syðri þar til kemur að brú yfir Eystri-Rangá. Þaðan verður stefnan tekin á Reynifell (eyðibýli) við rætur Þríhyrnings. Áfram verður hjólað suður með Þríhyrningi að vestan í átt að Fljótshlíðinni og niður á þjóðveg við Tumastaði (skógræktarstöð). Þaðan liggur leiðin eftir þjóðveginum á Hvolvöll. Mæting við Toppstöðina í Elliðaárdal. Vegalengdin er um 45 km og áætlaður hjólatími 5-6 klst.
Allir félagsmenn Útivistar velkomnir. Ekkert þátttökugjald, en þeir sem fá far með öðrum taka þátt í eldsneytiskostnaði. Fylgist með á Facebook síðu Útivistar.

Nr.

1706R01
  • Suðurland