Hjólaferðir

Síun
 • Dags:

  lau. 21. apr. 2018

  Brottför:

  Hjólað meðfram Grafarvogi og Vesturlandsvegi upp með Úlfarsfelli og inn á Hafravatnsveg. Eftir Hafravatnsvegi er haldið að Suðurlandsvegi. Tekin verður Hraunslóð inn í Heiðmörk og hjólað í átt að Elliðavatnsbænum. Þaðan verður farið um Norðlingaholt og Elliðaárdal til baka að upphafsstað. 

  • Verð:

   0 kr
  • Nr.

   1804R02
  • Suðvesturland

  • ICS
 • Dags:

  lau. 5. maí 2018

  Brottför:

  Ferðin hefst í Þorlákshöfn. Þaðan verður hjólað um nýja Suðurstrandaveginn vestur fyrir Hlíðarvatn með viðkomu í byggðinni í Selvogi.  Síðan verður farið um gamla Suðurstrandaveginn og Þorlákshafnarveg til baka  

  • Verð:

   0 kr
  • Nr.

   1805R02
  • Suðvesturland

  • ICS
 • Dags:

  lau. 19. maí 2018 - mán. 21. maí 2018

  Brottför:

  Þátttakendur hittast við Olís á Norðlingaholti. Þar verður sameinast í bíla og ekið að skemmunni við gömlu Markarfljótsbrúna. Við brúna verðu stígið á fákana og hjólað sem leið liggur inn í Bása. Við reynum að sjálfsögðu að hjóla yfir allar árnar án þess að detta. Þegar komið er í Bása verður kynt undir grillinu.  Mánudag verður sama leið hjóluð til baka. Gist verður í skála eða tjöldum. 

   

  • Verð:

   6.000 kr.
  • Nr.

   1805R01
  • Suðurland

  • ICS
 • Dags:

  lau. 2. jún. 2018 - sun. 3. jún. 2018

  Brottför:

  Lagt verður af stað frá bílaplaninu við Krónuna í Mosfellsbæ. Þaðan verður hjólað í áttina að Hafravatni, inn á Nesjavallaleið að gatnamótum Grafnings og Nesjavalla. Beygt til norðurs og hjólað meðfram Þingvallavatni að gatnamótum Grafnings og Þingvallavegar. Síðan er farið til baka yfir Mosfellsheiði og hringnum lokað við Krónuna í Mosfellsbæ. 

  • Verð:

   0 kr
  • Nr.

   1806R01
  • Suðvesturland

  • ICS
 • Dags:

  lau. 16. jún. 2018

  Brottför:

  Ferðin hefst við afleggjarann að Hítarvatni nærri Bretavatni. Leiðin liggur síðan um Hítardal að Hítarvatni þar sem við hvílumst og njótum náttúrufegurðarinnar þar til við höldum til baka sömu leið. Vegalengdin er um 50 km og áætlaður hjólatími 6-7 klst.  

  • Verð:

   0 kr
  • Nr.

   1806R02
  • Vesturland

  • ICS
 • Dags:

  fös. 27. júl. 2018 - sun. 29. júl. 2018

  Brottför:

  1.dagur. Hrífunes - Álftavatnakrókur, 50 km.
  Hjólum Hrífunesveg inn á Fjallabaksleid nyrðri í Álftavatnakrók. Þar verdur gist í tjöldum.
  2.dagur. Álftavatnakrókur - Strútur, 30 km
  Hjólad inn á fjallabaksleid sydri sudur fyrir Mælifell í Strút. Þar verdur gist í tjöldum.
  Þetta er stutt dagleid og ef tími gefst til verdur hægt ad ganga í Strútslaug.
  3.dagur. Strútur - Hrífunes, 50 km
  Hjólud Öldufellsleid og nidur med Hólmsá í Hrífunes.

  • Verð:

   0 kr
  • Nr.

   1807R01
  • Suðurland

  • ICS
 • Dags:

  lau. 11. ágú. 2018 - sun. 12. ágú. 2018

  Brottför:

  • Tjald

  1.dagur. Fljótshlíð - Hungurfitjar, 55 km.
  Ferðin hefst við Goðaland í Fljótshlíð og hjólað verður sem leið liggur inn Fljótshlíðarveg. Þaðan verður Emstruleið hjóluð en skömmu áður en komið er að brúnni yfir Markarfljót við Mosa verður beygt inn á Króksleið. Við komum við í Króki og höldum síðan að skálanum í Hungurfitjum þar sem gist verður í tjöldum
  2.dagur. Hungurfitjar - Fljótshlíð, 50 km
  Frá skálanum í Hungurfitjum verður hjólað inn á Fjallabaksleið. Farið verður niður með Eystri-Rangá og síðan haldið að Þríhyrningi um brúna á móts við Reynifell. Þaðan verður hjólað vestan við Þríhyrning, um Vatnsdalsveg að Tumastöðum og síðan að Goðalandi.

  • Verð:

   0 kr
  • Nr.

   1808R01
  • Suðurland

  • ICS
 • Dags:

  lau. 25. ágú. 2018

  Brottför:

  Við sækjum Mosfellinga heim þegar þeir halda sína bæjarhátíð. Hjólað með sjónum í Mosfellsbæ. Þar verður hjólað um bæinn og fylgst með helstu viðburðum, hjólum e.t.v. að Tungubökkum og Gljúfrasteini.  Á bakaleiðinni verður farið um stíg með Vesturlandsvegi og Grafarvogi. 

  • Verð:

   0 kr
  • Nr.

   1808R02
  • Suðvesturland

  • ICS
 • Dags:

  lau. 8. sep. 2018

  Brottför:

  Ferðin hefst við Laugarvatn og stefnan tekin á Svínavatn um Laugarvatnsveg. Þar verður komið inn á Biskupstungnabraut sem hjóluð verður til austurs að Reykjavegi. Hjólað um Reykjaveg inn á Laugarvatnsveg rétt austan Brúarár og þaðan til vesturs að Laugarvatni þar sem hringurinn lokast. 

  • Verð:

   0 kr
  • Nr.

   1809R01
  • Suðvesturland

  • ICS
 • Dags:

  lau. 22. sep. 2018

  Brottför:

  Ferðin hefst við Laxárbakka. Þaðan verður hjólað inn Leirársveit og Svínadal meðfram Eyrarvatni og Glammastaðavatni. Þaðan verður farið niður á Hvalfjarðarveg og til baka að Laxárbakka.  

  • Verð:

   0 kr
  • Nr.

   1809R02
  • Vesturland

  • ICS
 • Dags:

  lau. 6. okt. 2018

  Brottför:

  Hjólað upp með Grafarvogi og Grafarholti inn á Reynisvatnsheiði og síðan meðfram Langavatni og Hafravatni í Mosfellsbæ. Til baka meðfram sjónum og Gufunesi. 

  • Verð:

   0 kr
  • Nr.

   1810R01
  • Suðvesturland

  • ICS
 • Dags:

  lau. 20. okt. 2018

  Brottför:

  Hjólað upp Elliðaárdal í Heiðmörk að Búrfellsgjá. Þaðan liggur leiðin um veg austan Smyrlabúða inn á Kaldárselsveg. Hjólað um Hafnarfjörð og til baka um stíga meðfram Reykjanesbraut. 

  • Verð:

   0 kr
  • Nr.

   1810R02
  • Suðvesturland

  • ICS
 • Dags:

  lau. 3. nóv. 2018

  Brottför:

  Hjólað verður upp með Grafarvoginum að norðan og síðan eftir stíg meðfram Vesturlandsvegi með stefnu á Úlfarsfell. Síðan farið upp fyrir Úlfarsfell og haldið inn í Mosfellsbæ og stefnt á Skammadal sem liggur á milli Helgafells og Æsustaðafjalls. Þar er fáfarinn vegur sem skemmtilegt er að hjóla. Síðan verður haldið til baka í gegnum Mosfellsbæ og sjónum fylgt eins og hægt er að upphafsstað. 

  • Verð:

   0 kr
  • Nr.

   1811R01
  • Suðvesturland

  • ICS
 • Dags:

  lau. 17. nóv. 2018

  Brottför:

  Hjólað upp Elliðaárdal um Norðlingaholt og Hádegismóa að Reynisvatni. Þaðan niður Úlfarsárdal að stíg meðfram Vesturlandsvegi og um Grafarvog til baka. 

  • Verð:

   0 kr
  • Nr.

   1811R02
  • Suðvesturland

  • ICS
 • Dags:

  lau. 1. des. 2018

  Brottför:

  Hjólað meðfram Suðurlandsbraut, niður Laugaveg og um miðbæinn. Þaðan liggur leiðin út á Granda og stoppað við listaverkið Þúfuna. Haldið síðan yfir í Skerjafjörð og hjólað um Fossvogsdal til baka.  

  • Verð:

   0 kr
  • Nr.

   1812R01
  • Suðvesturland

  • ICS
 • Dags:

  lau. 15. des. 2018

  Brottför:

  Hjólað um Kópavogsdal, Arnarnes og Sjáland í Jólaþorpið í Hafnarfirði. Síðan til baka á stígum meðfram Reykjanesbraut. 

  • Verð:

   0 kr
  • Nr.

   1812R02
  • Suðvesturland

  • ICS


1 / 19

Skælingar