Hjólaferðir

 • Dags:

  lau. 10. mar. 2018

  Brottför:

  Hjólað um Vatnsenda að Vífilsstaðavatni, þaðan í Hafnarfjörð og síðan til baka á stígum meðfram Reykjanesbraut.  

  • Verð:

   0 kr
  • Nr.

   1803R01
  • Suðvesturland

  • ICS
 • Dags:

  lau. 24. mar. 2018

  Brottför:

  Hjólað um Mjódd að efri byggðum Kópavogs um stíg sem liggur á mörkum Reykjavíkur og Kópavogs. Þaðan er stefnan tekin að Vífilstaðavatni. Hjólað eftir Flóttamannaveginum að Kaldárselsvegi og þaðan yfir að Hvaleyrarvatni. Þaðan um Hafnarfjörð og til baka um stíga meðfram Reykjanesbraut.  

  • Verð:

   0 kr
  • Nr.

   1803R02
  • Suðvesturland

  • ICS
 • Dags:

  lau. 7. apr. 2018

  Brottför:

  Hjólað í Mosfellsbæ með viðkomu í Geldinganesi og til baka um stíga meðfram Vesturlandsvegi og Grafarvogi.  

  • Verð:

   0 kr
  • Nr.

   1804R01
  • Suðvesturland

  • ICS
 • Dags:

  lau. 21. apr. 2018

  Brottför:

  Hjólað meðfram Grafarvogi og Vesturlandsvegi upp með Úlfarsfelli og inn á Hafravatnsveg. Eftir Hafravatnsvegi er haldið að Suðurlandsvegi. Tekin verður Hraunslóð inn í Heiðmörk og hjólað í átt að Elliðavatnsbænum. Þaðan verður farið um Norðlingaholt og Elliðaárdal til baka að upphafsstað. 

  • Verð:

   0 kr
  • Nr.

   1804R02
  • Suðvesturland

  • ICS
 • Dags:

  lau. 5. maí 2018

  Brottför:

  Ferðin hefst í Þorlákshöfn. Þaðan verður hjólað um nýja Suðurstrandaveginn vestur fyrir Hlíðarvatn með viðkomu í byggðinni í Selvogi.  Síðan verður farið um gamla Suðurstrandaveginn og Þorlákshafnarveg til baka  

  • Verð:

   0 kr
  • Nr.

   1805R01
  • Suðvesturland

  • ICS
 • Dags:

  lau. 19. maí 2018 - mán. 21. maí 2018

  Brottför:

  Þátttakendur hittast við Olís á Norðlingaholti. Þar verður sameinast í bíla og ekið að skemmunni við gömlu Markarfljótsbrúna. Við brúna verðu stígið á fákana og hjólað sem leið liggur inn í Bása. Við reynum að sjálfsögðu að hjóla yfir allar árnar án þess að detta. Þegar komið er í Bása verður kynt undir grillinu.  Daginn eftir verður sama leið hjóluð til baka. Gist verður í skála eða tjöldum. 

   

  • Verð:

   6.000 kr.
  • Nr.

   1805R02
  • Suðurland

  • ICS
 • Dags:

  lau. 2. jún. 2018 - sun. 3. jún. 2018

  Brottför:

  Lagt verður af stað frá bílaplaninu við Krónuna í Mosfellsbæ. Þaðan verður hjólað í áttina að Hafravatni, inn á Nesjavallaleið að gatnamótum Grafnings og Nesjavalla. Beygt til norðurs og hjólað meðfram Þingvallavatni að gatnamótum Grafnings og Þingvallavegar. Síðan er farið til baka yfir Mosfellsheiði og hringnum lokað við Krónuna í Mosfellsbæ. 

  • Verð:

   0 kr
  • Nr.

   1806R01
  • Suðvesturland

  • ICS
 • Dags:

  lau. 16. jún. 2018

  Brottför:

  Ferðin hefst við afleggjarann að Hítarvatni nærri Bretavatni. Leiðin liggur síðan um Hítardal að Hítarvatni þar sem við hvílumst og njótum náttúrufegurðarinnar þar til við höldum til baka sömu leið. Vegalengdin er um 50 km og áætlaður hjólatími 6-7 klst.  

  • Verð:

   0 kr
  • Nr.

   1806R02
  • Vesturland

  • ICS
 • Dags:

  fös. 27. júl. 2018 - sun. 29. júl. 2018

  Brottför:

  1.dagur. Hrífunes - Álftavatnakrókur, 50 km.
  Hjólum Hrífunesveg inn á Fjallabaksleid nyrðri í Álftavatnakrók. Þar verdur gist í tjöldum.
  2.dagur. Álftavatnakrókur - Strútur, 30 km
  Hjólad inn á fjallabaksleid sydri sudur fyrir Mælifell í Strút. Þar verdur gist í tjöldum.
  Þetta er stutt dagleid og ef tími gefst til verdur hægt ad ganga í Strútslaug.
  3.dagur. Strútur - Hrífunes, 50 km
  Hjólud Öldufellsleid og nidur med Hólmsá í Hrífunes.

  • Verð:

   0 kr
  • Nr.

   1807R01
  • Suðurland

  • ICS
 • Dags:

  lau. 11. ágú. 2018 - sun. 12. ágú. 2018

  Brottför:

  • Tjald

  1.dagur. Fljótshlíð - Hungurfitjar, 55 km.
  Ferðin hefst við Goðaland í Fljótshlíð og hjólað verður sem leið liggur inn Fljótshlíðarveg. Þaðan verður Emstruleið hjóluð en skömmu áður en komið er að brúnni yfir Markarfljót við Mosa verður beygt inn á Króksleið. Við komum við í Króki og höldum síðan að skálanum í Hungurfitjum þar sem gist verður í tjöldum
  2.dagur. Hungurfitjar - Fljótshlíð, 50 km
  Frá skálanum í Hungurfitjum verður hjólað inn á Fjallabaksleið. Farið verður niður með Eystri-Rangá og síðan haldið að Þríhyrningi um brúna á móts við Reynifell. Þaðan verður hjólað vestan við Þríhyrning, um Vatnsdalsveg að Tumastöðum og síðan að Goðalandi.

  • Verð:

   0 kr
  • Nr.

   1808R01
  • Suðurland

  • ICS
 • Dags:

  lau. 25. ágú. 2018

  Brottför:

  Við sækjum Mosfellinga heim þegar þeir halda sína bæjarhátíð. Hjólað með sjónum í Mosfellsbæ. Þar verður hjólað um bæinn og fylgst með helstu viðburðum, hjólum e.t.v. að Tungubökkum og Gljúfrasteini.  Á bakaleiðinni verður farið um stíg með Vesturlandsvegi og Grafarvogi. 

  • Verð:

   0 kr
  • Nr.

   1808R02
  • Suðvesturland

  • ICS
 • Dags:

  lau. 8. sep. 2018

  Brottför:

  Ferðin hefst við Laugarvatn og stefnan tekin á Svínavatn um Laugarvatnsveg. Þar verður komið inn á Biskupstungnabraut sem hjóluð verður til austurs að Reykjavegi. Hjólað um Reykjaveg inn á Laugarvatnsveg rétt austan Brúarár og þaðan til vesturs að Laugarvatni þar sem hringurinn lokast. 

  • Verð:

   0 kr
  • Nr.

   1809R01
  • Suðvesturland

  • ICS
 • Dags:

  lau. 22. sep. 2018

  Brottför:

  Ferðin hefst við Laxárbakka. Þaðan verður hjólað inn Leirársveit og Svínadal meðfram Eyrarvatni og Glammastaðavatni. Þaðan verður farið niður á Hvalfjarðarveg og til baka að Laxárbakka.  

  • Verð:

   0 kr
  • Nr.

   1809R02
  • Vesturland

  • ICS
 • Dags:

  lau. 6. okt. 2018

  Brottför:

  Hjólað upp með Grafarvogi og Grafarholti inn á Reynisvatnsheiði og síðan meðfram Langavatni og Hafravatni í Mosfellsbæ. Til baka meðfram sjónum og Gufunesi. 

  • Verð:

   0 kr
  • Nr.

   1810R01
  • Suðvesturland

  • ICS
 • Dags:

  lau. 20. okt. 2018

  Brottför:

  Hjólað upp Elliðaárdal í Heiðmörk að Búrfellsgjá. Þaðan liggur leiðin um veg austan Smyrlabúða inn á Kaldárselsveg. Hjólað um Hafnarfjörð og til baka um stíga meðfram Reykjanesbraut. 

  • Verð:

   0 kr
  • Nr.

   1810R02
  • Suðvesturland

  • ICS
 • Dags:

  lau. 3. nóv. 2018

  Brottför:

  Hjólað verður upp með Grafarvoginum að norðan og síðan eftir stíg meðfram Vesturlandsvegi með stefnu á Úlfarsfell. Síðan farið upp fyrir Úlfarsfell og haldið inn í Mosfellsbæ og stefnt á Skammadal sem liggur á milli Helgafells og Æsustaðafjalls. Þar er fáfarinn vegur sem skemmtilegt er að hjóla. Síðan verður haldið til baka í gegnum Mosfellsbæ og sjónum fylgt eins og hægt er að upphafsstað. 

  • Verð:

   0 kr
  • Nr.

   1811R01
  • Suðvesturland

  • ICS
 • Dags:

  lau. 17. nóv. 2018

  Brottför:

  Hjólað upp Elliðaárdal um Norðlingaholt og Hádegismóa að Reynisvatni. Þaðan niður Úlfarsárdal að stíg meðfram Vesturlandsvegi og um Grafarvog til baka. 

  • Verð:

   0 kr
  • Nr.

   1811R02
  • Suðvesturland

  • ICS
 • Dags:

  lau. 1. des. 2018

  Brottför:

  Hjólað meðfram Suðurlandsbraut, niður Laugaveg og um miðbæinn. Þaðan liggur leiðin út á Granda og stoppað við listaverkið Þúfuna. Haldið síðan yfir í Skerjafjörð og hjólað um Fossvogsdal til baka.  

  • Verð:

   0 kr
  • Nr.

   1812R01
  • Suðvesturland

  • ICS
 • Dags:

  lau. 15. des. 2018

  Brottför:

  Hjólað um Kópavogsdal, Arnarnes og Sjáland í Jólaþorpið í Hafnarfirði. Síðan til baka á stígum meðfram Reykjanesbraut. 

  • Verð:

   0 kr
  • Nr.

   1812R02
  • Suðvesturland

  • ICS


 • 1 / 19

  Skælingar

  • Mynda-
   kvöld

   Myndakvöld

   Kaffi- og myndanefnd voru settar á stofn fljótlega eftir stofnun Útivistar. Markmið þeirra er að halda myndakvöld þar sem félagsmenn koma saman til að skoða myndir og hlýða á ferðasögur frá ferðum sem Útivist hefur staðið fyrir. Auk þess eru kynntar ferðir á nýjum slóðum. Oft eru fengnir utanaðkomandi aðilar til að kynna áhugaverð svæði.

   Glæsilegar kaffiveitingar eru eitt aðalsmerki myndakvöldanna. Félagslegi þátturinn er stór. Útivistarfélagar hittast, rifja upp góðar stundir og gæða sér á kræsingum af kökuhlaðborðinu.

   Myndakvöld eru haldin fimm sinnum yfir vetrarmánuðina og njóta mikilla vinsælda. Allur ágóði af myndakvöldunum er nýttur til að efla félagið. Lengst af var hann settur í uppbyggingu aðstöðu félagsins í Básum á Goðalandi. Nú síðustu ár hefur ágóðanum verið varið í kaup og uppsetningu útsýnisskífu á Réttarfelli og glæsileg fræðsluskilti í Básum.

   Öll herlegheitin kosta aðeins 1.500 kr. Gestir eru vinsamlegast beðnir að hafa handbært reiðufé því ekki er hægt að taka við greiðslukortum.

   Næstu ferðir

  • Jeppa-
   ferðir

   Jeppaferðir

   Í jeppaferðum koma þátttakendur á eigin jeppum. Ferðast er í hóp undir leiðsögn fararstjóra sem hefur góða reynslu af þessari tegund ferðamennsku. Bæði er um að ræða vetrarferðir þar sem gerðar eru tilteknar kröfur um búnað jeppanna, svo og sumar- og haustferðir sem henta lítið breyttum eða óbreyttum jeppum. 

   Næstu ferðir

   3. mars 2018 - 4. mars 2018

   Fimmvörðuháls

   24. mars 2018 - 25. mars 2018

   Fjallabak nyrðra – Mælifellssandur

   7. apríl 2018 - 8. apríl 2018

   Fjallabak syðra

  • Fjalla-
   refir

   Fjallarefir

   Á námskeiðum Fjallarefa er gönguþrek markvisst byggt upp og þátttakendur kynnast fjölbreyttum gönguleiðum.

   Námskeið Fjallarefa er ætlað þeim sem áður hafa tekið þátt í námskeiðum og/eða eru í ágætis gönguformi. Námskeiðið felur í sér þrekgöngutíma, dagsferðir og helgarferð. Samhliða göngunum verður fræðsla þar sem þátttakendur safna í sarpinn hagnýtum upplýsingum sem tengjast útivist, til dæmis varðandi klæðnað, næringu, útbúnað og leiðarval. 

   Þrekgöngutímar eru á þriðjudögum og dagsferðir á laugardögum. Þátttakendur koma á eigin bílum á upphafsstað göngu en geta sameinast í bíla eftir hentugleikum.

   Hámarksfjöldi: 40 manns.

   Næstu ferðir

  • Everest

   Everest 2018

   Everest-hópur Útivistar er ætlaður fólki sem er í þokkalega góðu formi og vill reyna á sig í hressilegum fjallgöngum. Boðið verður upp á þríþætta dagskrá, sjá hér fyrir neðan:

   Kvöldgöngur á miðvikudögum kl.18 (1 ½ - 2 klst)
   10. janúar - 21. mars => 11 göngur
   5. september - 21. nóvember => 12 göngur

   Dagsgöngur – 2. laugardag í mánuði
   20. janúar – Akrafjall
   10. febrúar – Grindarskörð-Kistufell
   10. mars – Hrafnabjörg
   14. apríl – Skarðsheiði endilöng
   9. júní – Eiríksjökull
   8. september – sjö tindar Hafnarfjalls
   13. október – kringum Botnssúlur
   10. nóvember – Hengilssvæðið
   8. desember – jólaóvissuferð

   Helgarferðir
   10.-13. maí - Rótarfjallshnjúkur og Svínafellsfjall
   10.-12. ágúst – Ólafsfjörður-Hvanndalir-Héðinsfjörður

   Kvöldgöngurnar (23 talsins) eru innifaldar í skráningargjaldi sem er aðeins 30.000 kr. Verð í dagsgöngur er 4.900 kr. og í helgarferðir 9.800 kr.
   Fararstjórar eru Stefán Birgisson, Unnur Jónsdóttir, Reynir Þór Sigurðsson, Gylfi Arnbjörnsson og Kristjana Birgisdóttir. Á kantinum er svo Kristíana Baldursdóttir.

   Skráning á skrifstofu Útivistar, í síma 562 1000 eða með tölvupósti á utivist@utivist.is.

   Fyrstur kemur, fyrstur fær - fjöldinn verður takmarkaður

   Lokaður hópur – aðeins fyrir þá sem greiða skráningargjaldið

   Næstu ferðir

   10. mars 2018

   Hrafnabjörg

   10. maí 2018 - 13. maí 2018

   Rótarfjallshnjúkur og Svínafellsfjall

  • Útivistar-
   gírinn

   Útivistargírinn

   Ókeypis göngur í nágrenni höfuðborgarinnar

   Komdu þér í Útivistargírinn fyrir sumarið með samheldnum hópi Útivistarfólks og nýrri tólf vikna dagskrá. Útivistargírinn leysir af hólmi Útivistarræktina sem starfrækt hefur verið í um 20 ár.

   Dagskráin hefst 4. apríl og stendur til 20. júní. Hópurinn hittist vikulega á miðvikudögum klukkan 18:00 og gengur spennandi gönguleiðir í nágrenni höfuðborgarsvæðisins. Göngurnar henta flestum sem geta hreyft sig með góðu móti og eru nýliðar í útivist . Einnig er vant fólk hvatt til þess að taka þátt. Í þessum kvöldgöngum verður lögð áhersla á vinalegt andrúmsloft og kynningu á grunnatriðum í útivist og gönguferðum. Fjölbreytt starfsemi Útivistar, þar sem allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi, verður einnig kynnt þátttakendum.

   Flestar göngurnar taka 2 – 4 klukkustundir. Þátttakendur sameinast í bíla og deila eldsneytiskostnaði.

   Kynningarfundur verður haldinn kl. 20:00 þann 28. mars.

   Þátttaka í göngunum er félagsmönnum Útivistar að kostnaðarlausu en skrá þarf þátttöku. Áhugasömum er bent á upplýsingar um skráningu á heimasíðu Útivistar. Gönguleiðirnar eru fjölbreyttar og tekur röð þeirra mið af veðri og færð hverju sinni. Auglýst verður á vef Útivistar, á Facebook síðu félagsins og á póstlista hvert verður farið hverju sinni.

   Fjórir fararstjórar, Hrönn Baldursdóttir, Guðrún Svava Viðarsdóttir, Kristjana Kristjánsdóttir og Guðmundur Örn Sverrisson leiða þátttakendur Útivistargírsins. Óhætt er að segja að fararstjórahópurinn sé fjölbreyttur en samhentur og hlakkar til að taka vel á móti öllum þeim sem vilja komast í Útivistargírinn.

   Fylgstu með og skráðu þig á Facebook síðu Útivistargírsins.