Hjólaferðir

 • Dags:

  lau. 8. apr. 2017

  Brottför:

  Hjólað í Mosfellsbæ með viðkomu á Geldinganesi og til baka um stíga meðfram Vesturlandsvegi og Grafarvogi. Mæting við Toppstöðina í Elliðaárdal. Vegalengdin er um 25 km og áætlaður hjólatími 3-4 klst. Ef veður er óhagstætt verður farin styttri leið.

  • Verð:

   0 kr
  • Félagsverð:

   0 kr
  • Nr.

   1704R01
  • Suðvesturland

  • ICS
 • Dags:

  lau. 22. apr. 2017

  Brottför:

  Hjólað upp hjá Gíslholtsvötnum að Haga og til baka fram hjá Stúfholti og Mykjunesi niður á Landveg og þaðan hjá Hestheimum til baka í bílana. Mæting við Toppstöðina í Elliðaárdal. 

  • Verð:

   0 kr
  • Félagsverð:

   0 kr
  • Nr.

   1704R02
  • Suðurland

  • ICS
 • Dags:

  lau. 29. apr. 2017

  Brottför:

  Hjólaferðin hefst við afleggjarann að Hítarvatni nærri Bretavatni. Leiðin liggur um Hítardal að Hítarvatni þar sem hópurinn hvílist og nýtur náttúrufegurðar þar til haldið verður til baka sömu leið. 

  • Verð:

   0 kr
  • Félagsverð:

   0 kr
  • Nr.

   1704R03
  • Suðvesturland

  • ICS
 • Dags:

  lau. 20. maí 2017 - sun. 21. maí 2017

  Brottför:

  • Skáli / tjald

  Hist við Olís á Norðlingaholti. Þar er sameinast í bíla og ekið að skemmunni við gömlu Markarfljótsbrúna. Þar er stigið á fákana og hjólað sem leið liggur í Bása. Að sjálfsögðu verður þess freistað að hjóla yfir allar árnar án þess að detta. Þegar komið er í Bása verður kveikt á grillinu. Daginn eftir er hjóluð sama leið til baka. Gist verður í skála eða tjöldum. 

  • Verð:

   0 kr
  • Félagsverð:

   0 kr
  • Nr.

   1705R01
  • Suðurland

  • ICS
 • Dags:

  lau. 10. jún. 2017

  Brottför:

  Hjólaferðin hefst á Hvolsvelli. Hjólað verður eftir þjóðveginum að Rangárvallavegi vestan Eystri-Rangár að Keldum þar sem skoða má gömul bæjarhús. Þaðan liggur leiðin á stuttum kafla um Fjallabaksleið-syðri þar til kemur að brú yfir Eystri-Rangá. Þaðan verður stefnan tekin á Reynifell (eyðibýli) við rætur Þríhyrnings. Áfram verður hjólað suður með Þríhyrningi að vestan í átt að Fljótshlíðinni og niður á þjóðveg við Tumastaði (skógræktarstöð). Þaðan liggur leiðin eftir þjóðveginum á Hvolvöll. 

  • Verð:

   0 kr
  • Félagsverð:

   0 kr
  • Nr.

   1706R01
  • Suðurland

  • ICS
 • Dags:

  fös. 30. jún. 2017 - mán. 3. júl. 2017

  Brottför:

  • Tjald

  Hjólaferð þar sem hjólað er frá Brjánslæk um sunnanverða Vestfirði, Dali og endað í Stykkishólmi.

  • Verð:

   0 kr
  • Félagsverð:

   0 kr
  • Nr.

   1706R02
  • Vesturland

  • ICS
 • Dags:

  lau. 12. ágú. 2017 - sun. 13. ágú. 2017

  Brottför:

  • Tjald

  Farið verður frá Skriðulandi inn á Steinadalsheiði sem liggur frá botni Gilsfjarðar yfir í Kollafjörð. Hjólað út með Kollafirði og inn með Steingrímsfirði að Hólmavík þar sem verður gist. Vegalengdin er um 65 km. Á sunnudeginum er haldið til baka um Tröllatunguheiði yfir að Króksfjarðarnesi og áfram að upphafsstað að Skriðulandi. 

  • Verð:

   0 kr
  • Félagsverð:

   0 kr
  • Nr.

   1708R01
  • Vesturland

  • ICS
 • Dags:

  lau. 26. ágú. 2017

  Brottför:

  Mosfellingar sóttir heim þegar þeir halda sína bæjarhátíð. Hjólað með sjónum í Mosfellsbæ. Þar er hjólað um bæinn og fylgst með helstu viðburðum, jafnvel hjólað að Tungubökkum og Gljúfrasteini. Á bakaleiðinni er farið um stíg með Vesturlandsvegi og um Grafarvog. 

  • Verð:

   0 kr
  • Félagsverð:

   0 kr
  • Nr.

   1708R02
  • Suðvesturland

  • ICS
 • Dags:

  lau. 9. sep. 2017

  Brottför:

  Ferðin hefst í Reykholti og hjólað upp með Tungufljóti. Tungufljót er þverað á brú ofan Faxa og Einholtsvegi fylgt í átt að Hvítá. Hjólað um Brúarhlöð og stefnt í átt að Flúðum, en smá krókur tekinn um Hrunaveg. Frá Flúðum er hjólað til baka að Reykholti. 

  • Verð:

   0 kr
  • Félagsverð:

   0 kr
  • Nr.

   1709R01
  • Suðurland

  • ICS
 • Dags:

  lau. 23. sep. 2017

  Brottför:

  Ferðin hefst við Laxárbakka. Þaðan er hjólað inn Leirársveit og Svínadal meðfram Eyrarvatni og Glammastaðavatni. Þaðan verður haldið á Hvalfjarðarveg og til baka að Laxárbakka. 

  • Verð:

   0 kr
  • Félagsverð:

   0 kr
  • Nr.

   1709R02
  • Suðvesturland

  • ICS
 • Dags:

  lau. 7. okt. 2017

  Brottför:

  Ferðin hefst í Þorlákshöfn. Þaðan verður hjólað eftir nýja Suðurstrandaveginum vestur fyrir Hlíðarvatn með viðkomu í byggðinni í Selvogi. Áfram verður haldið eftir gamla Suðurstrandaveginn og Þorlákshafnarveg til baka. Mæting við Toppstöðina í Elliðaárdal. 

  • Verð:

   0 kr
  • Félagsverð:

   0 kr
  • Nr.

   1710R01
  • Suðurland

  • ICS
 • Dags:

  lau. 21. okt. 2017

  Brottför:

  Hjólað upp Elliðaárdal um Heiðmörk að Búrfellsgjá. Leiðin liggur um veg austan Smyrlabúða inn á Kaldárselsveg . Þaðan um Hafnarfjörð og til baka um stíga meðfram Reykjanesbraut. 

  • Verð:

   0 kr
  • Félagsverð:

   0 kr
  • Nr.

   1710R02
  • Suðvesturland

  • ICS
 • Dags:

  lau. 4. nóv. 2017

  Brottför:

  Hjólað verður upp með Grafarvogi að norðan og síðan eftir stíg meðfram Vesturlandsvegi með stefnu á Úlfarsfell. Farið upp fyrir Úlfarsfell og inn í Mosfellsbæ en síðan stefnt á Skammadal sem liggur milli Helgafells og Æsustaðafjalls. Þar er fáfarinn vegur sem skemmtilegt er að hjóla. Haldið til baka í gegnum Mosfellsbæ og sjónum fylgt eins og hægt er til upphafsstaðar. 

  • Verð:

   0 kr
  • Félagsverð:

   0 kr
  • Nr.

   1711R01
  • Suðvesturland

  • ICS
 • Dags:

  lau. 18. nóv. 2017

  Brottför:

  Hjólað upp Elliðaárdal um Norðlingaholt og Hádegismóa að Reynisvatni. Þaðan niður Úlfarsárdal að stíg meðfram Vesturlandsvegi og um Grafarvog til baka. 

  • Verð:

   0 kr
  • Félagsverð:

   0 kr
  • Nr.

   1711R02
  • Suðvesturland

  • ICS
 • Dags:

  lau. 2. des. 2017

  Brottför:

  Hjólað um Kópavogsdal, Arnarnes og Sjáland í Jólaþorpið í Hafnarfirði. Síðan til baka á stígum meðfram Reykjanesbraut. 

  • Verð:

   0 kr
  • Félagsverð:

   0 kr
  • Nr.

   1712R01
  • Suðvesturland

  • ICS


 • 1 / 19

  Skælingar

  • Lengri ferðir

   Lengri ferðir

   Lengri ferðir eru göngur þar sem gengið er í þrjá daga eða meira. Í þessari dagskrá má finna bæði þekktar gönguleiðir eins og Strútsstíg og Sveinstind-Skælinga, en einnig eru þarna nokkrar spennandi nýjungar. 

   Næstu ferðir

   28. júní 2017 - 2. júlí 2017

   Laugavegurinn

   29. júní 2017 - 2. júlí 2017

   Sveinstindur - Skælingar

   29. júní 2017 - 2. júlí 2017

   Strútsstígur

  • Mynda-
   kvöld

   Myndakvöld

   Kaffi- og myndanefnd voru settar á stofn fljótlega eftir stofnun Útivistar. Markmið þeirra er að halda myndakvöld þar sem félagsmenn koma saman til að skoða myndir og hlýða á ferðasögur frá ferðum sem Útivist hefur staðið fyrir. Auk þess eru kynntar ferðir á nýjum slóðum. Oft eru fengnir utanaðkomandi aðilar til að kynna áhugaverð svæði.

   Glæsilegar kaffiveitingar eru eitt aðalsmerki myndakvöldanna. Félagslegi þátturinn er stór. Útivistarfélagar hittast, rifja upp góðar stundir og gæða sér á kræsingum af kökuhlaðborðinu.

   Myndakvöld eru haldin fimm sinnum yfir vetrarmánuðina og njóta mikilla vinsælda. Allur ágóði af myndakvöldunum er nýttur til að efla félagið. Lengst af var hann settur í uppbyggingu aðstöðu félagsins í Básum á Goðalandi. Nú síðustu ár hefur ágóðanum verið varið í kaup og uppsetningu útsýnisskífu á Réttarfelli og glæsileg fræðsluskilti í Básum.

   Öll herlegheitin kosta aðeins 1.200 kr. Gestir eru vinsamlegast beðnir að hafa handbært reiðufé því ekki er hægt að taka við greiðslukortum.

   Næstu ferðir

   3. apríl 2017

   Myndakvöld 3. apríl

  • Skíða-
   ferðir

   Skíðaferðir

   Skíðaferðir eru í boði fram að vori og leitum við þangað sem vænta má góðra snjóalaga. Þær er að finna í dagskrá dagsferða og helgarferða, en einnig bendum við á að alltaf er möguleiki á að skíðaferðir séu settar á dagskrá með skömmum fyrirvara og því er um að gera að fylgjast vel með hér á heimasíðu Útivistar.

   Næstu ferðir

   8. apríl 2017 - 9. apríl 2017

   Landmannalaugar í samvinnu við jeppadeildina

  • Fjalla-
   refir

   Fjallarefir

   Fjallarefir fögnuðu fimm ára gönguafmæli á síðasta ári og enn á ný skal haldið á vit íslenskrar náttúru í góðum félagsskap. Á námskeiðum Fjallarefa er gönguþrek markvisst byggt upp og þátttakendur kynnast fjölbreyttum gönguleiðum.

   Námskeið Fjallarefa er ætlað þeim sem áður hafa tekið þátt í námskeiðum og/eða eru í ágætis gönguformi. Námskeiðið felur í sér þrekgöngutíma, dagsferðir og helgarferð. Samhliða göngunum verður fræðsla þar sem þátttakendur safna í sarpinn hagnýtum upplýsingum sem tengjast útivist, til dæmis varðandi klæðnað, næringu, útbúnað og leiðarval. Námskeiðið hefst í janúar og líkur í maí.

   Þrekgöngutímar eru á þriðjudögum og dagsferðir á laugardögum. Þátttakendur koma á eigin bílum á upphafsstað göngu en geta sameinast í bíla eftir hentugleikum. Sá háttur verður hafður á þessu fjallarefanámskeiði að þátttakendur leggja til ferðir í „hugmyndakrukkuna“ og við lok dagsferðar er dregið út leiðarval næstu laugardagsgöngu.

   Hámarksfjöldi: 40 manns.
   Námskeiðsverð: 30.000 kr.

   Næstu ferðir

  • Útivistar-
   gírinn

   Útivistargírinn

   Ókeypis göngur í nágrenni höfuðborgarinnar

   Komdu þér í Útivistargírinn fyrir sumarið með samheldnum hópi Útivistarfólks og nýrri tólf vikna dagskrá. Útivistargírinn leysir af hólmi Útivistarræktina sem starfrækt hefur verið í um 20 ár.

   Dagskráin hefst 5. apríl og stendur til 21. júní. Hópurinn hittist vikulega á miðvikudögum klukkan 18:00 við Toppstöðina í Elliðaárdal og gengur spennandi gönguleiðir í nágrenni höfuðborgarsvæðisins. Göngurnar henta flestum sem geta hreyft sig með góðu móti og eru nýliðar í útivist . Einnig er vant fólk hvatt til þess að taka þátt. Í þessum kvöldgöngum verður lögð áhersla á vinalegt andrúmsloft og kynningu á grunnatriðum í útivist og gönguferðum. Fjölbreytt starfsemi Útivistar, þar sem allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi, verður einnig kynnt þátttakendum.

   Flestar göngurnar taka 2 – 4 klukkustundir. Þátttakendur sameinast í bíla og deila eldsneytiskostnaði.

   Kynningarfundur verður haldinn kl. 20:00 þann 29. mars - smelltu hér til að skrá þig.

   Þátttaka í göngunum er félagsmönnum Útivistar að kostnaðarlausu en skrá þarf þátttöku. Áhugasömum er bent á upplýsingar um skráningu á heimasíðu Útivistar. Gönguleiðirnar eru fjölbreyttar og tekur röð þeirra mið af veðri og færð hverju sinni. Auglýst verður á vef Útivistar, á Facebook síðu félagsins og á póstlista hvert verður farið hverju sinni.

   Fimm fararstjórar, Hrönn Baldursdóttir, Kristey Briet Gísladóttir, Hrefna Jensdóttir, Kristjana Kristjánsdóttir og Guðmundur Örn Sverrisson leiða þátttakendur Útivistargírsins. Óhætt er að segja að fararstjórahópurinn sé fjölbreyttur en samhentur og hlakkar til að taka vel á móti öllum þeim sem vilja komast í Útivistargírinn.

   Fylgstu með og skráðu þig á Facebook síðu Útivistargírsins.

    

   Næstu ferðir