Hraunsnefsöxl

Dags:

lau. 5. maí 2018

Brottför:

frá BSÍ kl. 8:00

Hraunsnefsöxlin (393 m) er svipmikil og blasir við þeim er aka upp Norðurárdalinn rétt austan við Grábrók. Gangan hefst þó við túnfót gamla Hreðavatnsbæjarins og er gengið þaðan til austurs upp Húsadalinn. Innarlega í dalnum er farið upp kjarrivaxinn ás sem er á hægri hönd og gengið með honum að enda dalsins, þá niður í átt að gilinu sem þar blasir við og áfram upp með því og til hægri við eftri brún gilsins. Gengið er meðfram gilinu allt til enda þess og þá beygt til hægri og þar upp á Hraunsnefsöxlina.  Víðsýnt er af Öxlinni í björtu veðri um Borgarfjarðarhérað. Á niðurleiðinni er stikaðri leið fylgt að hluta en á miðri leið er stefnan tekin á Grábrókarfell og á það gengið ásamt því að skoða hlaðna rétt  sem stendur á milli Grábrókarfells og Grábrókar þar sem gangan endar. Vegalengd 10 km. Hækkun 300 m. Göngutími 5 klst. 

Verð til félagsmanna kr. 6.000. Ef bókað er og greitt gegnum vefsíðuna fyrir kl. 15 á föstudegi fyrir ferð er 10% afsláttur og tekur verðið hér að neðan tillit til þess. Athugið að þeir sem bóka fyrirfram hafa forgang ef pláss í rútu er takmarkað.

Til að taka þátt í ferðum Útivistar þarf að gerast félagsmaður, en þeir sem ekki eru þegar félagsmenn býðst að greiða félagsgjald kr. 7.500 og fá þá félagsskírteini og fyrstu dagsferðina í kaupbæti.

Verð 7.500 kr.
Verð 5.400 kr.

Nr.

1805D01
  • Vesturland