Eyjafjallajökull

Dags:

mán. 5. jún. 2017

Brottför:

frá skrifstofu Útivistar kl. 08:00.

Þessi viðburður er liðinn.

Ferðin hefur verið felld niður!

Eyjafjallajökull er með hæstu fjöllum landsins þar sem hann rís tignarlegur yfir Eyjafjöllum. Farin verður svokölluð Skerjaleið upp hjá Grýtutindum á Þórsmerkurleið. Í fyrstu er mjög bratt upp á Litluheiði en síðan er jafnt og þétt á fótinn upp með Skerjunum, móbergshrygg sem gengur upp í gegnum jökulinn. Farið verður norðan þeirra en síðan suður yfir þau og upp með þeim að gígbarminum hjá Goðasteini í 1580 m hæð. Ganga á Eyjafjallajökul er næsthæsta mögulega fjallganga á Íslandi frá fjallsrótum að toppi.

Brottför frá skrifstofu kl. 08:00 mánudaginn 5. júní.

Vegalengd 18-20 km. Hækkun 1500 m. Göngutími 9 tímar.

Verð til félagsmanna kr. 12.000. Ef bókað er og greitt gegnum vefsíðuna fyrir kl. 15 á föstudegi fyrir ferð er 10% afsláttur og tekur gilt verð hér að neðan tillit til þess. Athugið að þeir sem bóka fyrirfram hafa forgang ef pláss í rútu er takmarkað.

Fararstjóri Stefán Þ. Birgisson

Frímiði í dagsferðir er ekki hægt að nýta í þessa ferð


Athugið að skrá þarf þátttöku í þessa ferð á heimasíðu eða á skrifstofu Útivistar. Einnig er gert ráð fyrir að þátttakendur hafi jöklabúnað meðferðis, en hann er hægt að leigja hjá Útivist.

Verð 18.300 kr.
Verð 10.800 kr.

Nr.

1706D01
  • Suðurland