Landnámskonur 2: Þórunn

Dags:

sun. 21. maí 2017

Brottför:

frá BSÍ kl. 09:30.

Þessi viðburður er liðinn.

Þórunn hét kona, móðursystir Þorsteins Ásgrímssonar Úlfssonar eða Þorsteins tjaldstæðings. Hún nam Þórunnarhálsa alla við Heklurætur. Landnámið náði yfir Næfurholt og Haukadal en þar eru nú nokkrar þjóðkunnar jarðir. Aðrar konur höfðu numið land á þessum slóðum og eru örnefni kennd við þær. Gengið verður frá Tröllkonugili upp á Næfurholtshálsa, upp fyrir Kjaftvíðagil og Tröllkonugil og þaðan í Næfurholt. Vegalengd 14 km. Hækkun 200 m. Göngutími 5 klst.

Athugið að þeir sem bóka fyrirfram hafa forgang ef pláss í rútu er takmarkað.

Til að taka þátt í ferðum Útivistar þarf að gerast félagsmaður, en við greiðslu félagsgjald er félagsmanni boðið í eina dagsferð.

Á slóðum landnámskvenna.

Verð 8.000 kr.
Verð 8.000 kr.

Nr.

1705D02
  • Suðurland