Tindur af tindi

Hér er leikurinn: „bannað að snerta jörð“ tekin á hærra stig með því að ganga á fjall, standa á toppnum og finna næsta tind sem fara skal á. Leikurinn gengur út á það að næsti tindur sé sýnilegur frá þeim tindi sem við stöndum á þá stundina.

Byrjað verður þann 29. apríl. Þá verður farið á Vörðufelli í Biskupstungum en þaðan sést yfir á Hestfjall.
Frá Hestfjalli sést yfir að Búrfelli í Grímsnesi sem verður næsti áfangi.
Frá Búrfelli verður haldið á Ingólfsfjall. Þegar á Ingólfsfjall er komið blasir Hengillinn við með sínum tignarlega Vörðuskeggja.
Frá Vörðuskeggja er mikið útsýni meðal annars sést Búrfell í Þingvallasveit vel.
Af Búrfelli er gott útsýni og þar sést meðal annars hinn tignarlegi Skjaldbreiður sem Jónas orti svo vel um.
Af Skjaldbreið verður horft til Botnsúlna og stefnan tekin á Syðstu Súlu næstu helgi á eftir.
Þegar við stöndum á Syðstu Súlu blasir Hvalfell við og þangað verður haldið tveimur vikum seinna.
Af toppi Hvalfells blasir Skarðsheiðin við, en þar verður næst viðkomustaður. Af Heiðarhorni á Skarðsheiði blasir við Hafnarfjall, bæjarfjall Borgnesinga. Þangað verður stefnt í næstu göngu.
Af Hafnarfjalli er Akrafjall áberandi og þangað verður farið 7. oktober í síðustu göngu þessa leiks.

Framlengja mætti leikinn því að af Akrafjalli má sjá Trölladyngju og Grænudyngju á Reykjanesi en þau fjöll eru á dagskrá 22. október.