Heim úr kaupstað

Fram á fimmtándu öld var Maríuhöfn í Kjós helsti verslunarstaður Íslendinga og sóttu Skálholtsmenn eins og aðrir verslun þangað. Í þessari raðgöngu er farin sú leið sem þeir fóru í og úr kaupstað. Þó ekki að öllu leyti, því vikið verður af leið til að skoða áhugaverða staði. Gengið verður í fimm áföngum inn Hvalfjörð í Brynjudal, yfir Leggjabrjót, Prestastíg norðan Þingvalla, um Barmaskarð að Laugarvatnsvöllum. Síðan liggur leið eftir götu utan í Lyngdalsheiði og þaðan í Skálholt.