Námskeið í rötun og GPS - FRESTAÐ

14. september 2021

Mikilvægi góðrar kunnáttu í rötun er öllum sem fara um óbyggðir mikilvæg. Tækniskólinn stendur fyrir námskeiði í rötun og GPS. Námskeiðinu hefur verið frestað frá upphaflegum dagsetningum og verður dagana 11.-14. október.

Farið er yfir allar helstu still­ingar og notk­un­ar­mögu­leika GPS staðsetn­ing­ar­tækja, gögn unnin af kortum skráð í tækin og gögn á tölvu­tæku formi flutt í og úr tæki. Einnig verður kennt hvernig hægt er að vinna með GPS gögnin í tölv­unni. Nám­skeiðið er tvö kvöld og ein útiæfing og hentar bæði fyrir byrj­endur og þá sem vilja upp­rifjun í notkun á GPS staðsetn­ing­ar­tækjum.

11. október

Mánudagur

18:00 – 21:00

13. október

Miðvikudagur

18:00 – 21:00

14. okttóber

Fimmtudagur

18:00 – 2 klst.  útiæfing

Útivistarfélagar fá 10% afslátt af námskeiðsgjaldi en til þess að fá afsláttinn þurfa þeir að skrá sig með tölvupósti á netfangið mlo(hjá)tskoli.is. Leiðbeinandi er Einar Eysteinsson. Sjá nánar hér