Borgarrölt

09. október 2018

Skemmti-og fræðslunefnd Útivistar kynnir:

Borgarrölt verður föstudaginn 19. október kl 19.00. Hittumst við styttu Leifs Eiríkssonar við Hallgrímskirkju. Röltum um og skoðum merka staði við Skólavörðuholt. Hörður Gíslason verður með leiðsögn. Endum svo við Kaffi Loka við Lokastíg þar sem við getum fengið okkur hressingu og spjallað saman. Gangan tekur tæpa klukkustund og er þátttaka í henni gjaldfrí.