Þemaferð: Sveppir og ber

Dags:

lau. 17. sep. 2022

Brottför:

Kl. 09:00 frá Mjódd

Ferð í nágrenni borgarinnar. 

Sveppir eru herramannsmatur og þeir vaxa víða í nágrenni borgarinnar. Í þessa ferð þarf að taka með sér körfu eða bréf­poka til að geyma sveppina, en plastpokar eru ekki góðir til að geyma sveppi. Það er gott að hafa með sér vasanhníf til að skera neðsta hlutann af fætinum og losna við óhreinindi. Þegar nóg er komið af sveppum má tína ber eða jurtir í haustkrans. Við verðum að venju í fylgd með fróðu fólki. Þessi ferð er tilvalin fjölskylduferð.

Ef bókað er og greitt gegnum vefsíðuna fyrir kl. 15 á föstudegi fyrir ferð er 10% afsláttur og tekur verðið hér að neðan tillit til þess. Athugið að þeir sem bóka fyrirfram hafa forgang ef pláss í rútu er takmarkað.

Til að taka þátt í ferðum Útivistar þarf að gerast félagsmaður, en þeir sem ekki eru þegar félagsmenn býðst að greiða félagsgjald kr. 8.400 og fá þá félagsskírteini og fyrstu dagsferðina í kaupbæti.

Verð 6.120 kr.

Nr.

2209D03