Fimm góðar göngur á Austurlandi

Dags:

þri. 26. júl. 2022 - lau. 30. júl. 2022

Brottför:

Auglýst síðar

Hér er um að ræða fimm dagsferðir þar sem upphaf ferða er frá Egilsstöðum eða öðrum stöðum á svæðinu eftir því sem síðar verður auglýst. Gengið verður á Snæfell, Þerribjörg og Hólmatind, farið í Stórurð og í dagsgöngu á Víknaslóðum. Þá verður einnig farið í létta göngu í Stapavík. Hægt er að bóka sig í allar ferðirnar eða velja úr þær sem freista.

Gisting á svæðinu er á hendi hvers og eins, t.d. er hægt að nýta sumarbústaði stéttarfélaga á Austurlandi. 

Nr.

2207D03