Sumarsólstöður á Snæfellsjökli

Dags:

lau. 18. jún. 2022

Brottför:

Kl. 18:00 frá Mjódd

Margir trúa því að mikil orka búi í Snæfellsjökli og leiðangursmenn í vísindaskáldsögu Jules Verne, Leyndardómar Snæfellsjökuls, fundu þar op sem leiddi þá ofan í iður jarðar. Markmið þessarar ævintýraferðar er þó annað. Gengið verður upp á jökulinn og stefnan tekin á hæsta tind hans, Miðþúfu. Lagt verður upp frá bækistöð vélsleðamanna á Jökulhálsi og að mestu fylgt sömu leið og þeir fara svo öryggi sé sem best tryggt.

Vegalengd 10-12 km. Hækkun 800-900 m. Göngutími 5-7 klst.

Verð 18.000 kr.

Nr.

2206D04