Sumardagurinn fyrsti – Þórisjökull - Fellur niður

Dags:

fim. 21. apr. 2022

Brottför:

Kl. 08:00 frá Mjódd

Þessi viðburður er liðinn.

Þórisjökull er jökull og stapi suðvestur af Langjökli. Hæsti tindur jökulsins er um 1330 metra yfir sjávarmáli. Fjallið Ok er norðvestan við jökulinn en á milli Oks og Þórisjökuls liggur Kaldidalur, forn þjóðleið. Gengið verður um mela og brattar skriður áður en komið er upp á brún en þá tekur hallalítill jökull við. Töluverð fjall- og jökulganga. Jöklabúnaður hafður með til öryggis. Þeir sem vilja geta haft gönguskíðin með en þá þarf að bera þau all langa leið.

Vegalengd 10-12 km. Hækkun 630 m. Göngutími 7-8 klst.

Ath. Því miður fellur ferðin niður vegna færðar og veðurs.

Verð 18.000 kr.

Nr.

2204D02