7 tindar Vestmannaeyja – Fellur niður

Dags:

lau. 30. apr. 2022

Brottför:

Auglýst síðar

Þessi viðburður er liðinn.

Færð frá 9. apríl vegna veðurspár.

7 tinda gangan er eins og nafnið gefur til kynna, ganga á 7 tinda í Vestmannaeyjum. Byrjað er við Klaufina. Fyrst er farinn hringur um Stórhöfða, annar tindurinn er Sæfell, þriðji Helgafell, fjórði Eldfell, fimmti Heimaklettur, sjötti og sjöundi er Dalfjall, endað er í Herjólfsdal. Þessi gagna er fyrir vant göngufólk en hægt er að sleppa síðustu tindunum og sötra kaffi í bænum meðan garparnir ljúka göngunni.

Vegalengd 17 km. Samanlögð hækkun 1150 m. Göngutími 5-6 klst. 

ATH. Gert er ráð fyrir því að fólk komi sér sjálft til eyja og til baka. 

 

Verð 9.800. Ef bókað er og greitt gegnum vefsíðuna fyrir kl. 15 á föstudegi fyrir ferð er 10% afsláttur og tekur verðið hér að neðan tillit til þess. 

Til að taka þátt í ferðum Útivistar þarf að gerast félagsmaður, en þeir sem ekki eru þegar félagsmenn býðst að greiða félagsgjald kr. 8.400 og fá þá félagsskírteini og fyrstu dagsferðina í kaupbæti.

Verð 8.820 kr.

Nr.

2204D01