Strandganga um Reykjanes 5: Selatangar – Grindavík

Dags:

lau. 30. apr. 2022

Brottför:

Kl. 09:00 frá Mjódd

Þessi viðburður er liðinn.

Gangan hefst við Selatanga og endar í Grindavík. Vestan Selatanga eru fallegar og óvenjulegar hraunmyndanir, Katlahraun. Stundum er þeim líkt við Dimmuborgir og er talið að þær hafi myndast við svipaðar aðstæður. Gengið verður norðan Festarfjalls og út á Hópsnes. Þar má sjá spjöld sem segja frá skipströndum á nesinu. Frá Hópsnesi sést Festarfjall, sú hlið sem snýr að sjó, og ef skyggni er gott sést „festin“ sem fjallið dregur nafn sitt af. Hópsnesviti var byggður 1928.

Vegalengd 15 km. Hækkun óveruleg. Göngutími 5 klst.

Ef bókað er og greitt gegnum vefsíðuna fyrir kl. 15 á föstudegi fyrir ferð er 10% afsláttur og tekur verðið hér að neðan tillit til þess. Athugið að þeir sem bóka fyrirfram hafa forgang ef pláss í rútu er takmarkað.

Til að taka þátt í ferðum Útivistar þarf að gerast félagsmaður, en þeir sem ekki eru þegar félagsmenn býðst að greiða félagsgjald kr. 8.400 og fá þá félagsskírteini og fyrstu dagsferðina í kaupbæti.

Verð 6.750 kr.

Nr.

2203D01