Strandganga um Reykjanes 4: Krýsuvíkurberg – Selatangar

Dags:

lau. 2. apr. 2022

Brottför:

Kl. 09:00 frá Mjódd

Þessi viðburður er liðinn.

Gengið verður um hraun frá Hælisvík að Húshólma. Í Húshólma má greina merki um byggð sem talin er hafa verið í Krýsuvík frá upphafi landnáms. Ögmundarhraun rann um árið 1150 og kaffærði byggðina að mestu en þarna eru rústir bæjarhúsa og kirkju sem hraunið rann umhverfis.  Frá Húshólma verður gengið eftir varðaðri leið að verstöðinni Selatöngum. Frá Selatöngum var allmikið útræði sem lagðist af um 1880. Þar var útræði Krísuvíkurbónda, Skálholtsstaðar og fleiri aðila.

Vegalengd 15 km. Hækkun óveruleg. Göngutími 5 klst.

Ef bókað er og greitt gegnum vefsíðuna fyrir kl. 15 á föstudegi fyrir ferð er 10% afsláttur og tekur verðið hér að neðan tillit til þess. Athugið að þeir sem bóka fyrirfram hafa forgang ef pláss í rútu er takmarkað.

Til að taka þátt í ferðum Útivistar þarf að gerast félagsmaður, en þeir sem ekki eru þegar félagsmenn býðst að greiða félagsgjald kr. 8.400 og fá þá félagsskírteini og fyrstu dagsferðina í kaupbæti.

Verð 6.750 kr.

Nr.

2202D03