Dags:
lau. 19. mar. 2022
Brottför:
Kl. 09:00 frá Mjódd
Þessi viðburður er liðinn.
Frá Herdísarvík að Krýsuvíkurbergi er gengið um staði sem vert er að skoða svo sem Keflavík, Kirkjufjöru, Seljabót og Háaberg. Bergið er um 40 m hátt og 15 km breitt og er þar mjög fjölskrúðugt fuglalíf. Bergið er afar litríkt og fallegasti hluti þess nefnist Rauðaskriða. Göngunni lýkur við Hælsvík. Vitinn á Krýsuvíkurbergi var reistur árið 1965.
Vegalengd 16 km. Hækkun óveruleg. Göngutími 5 klst.
Ef bókað er og greitt gegnum vefsíðuna fyrir kl. 15 á föstudegi fyrir ferð er 10% afsláttur og tekur verðið hér að neðan tillit til þess. Athugið að þeir sem bóka fyrirfram hafa forgang ef pláss í rútu er takmarkað.
Til að taka þátt í ferðum Útivistar þarf að gerast félagsmaður, en þeir sem ekki eru þegar félagsmenn býðst að greiða félagsgjald kr. 8.400 og fá þá félagsskírteini og fyrstu dagsferðina í kaupbæti.