Selstígur: Kaldársel – Ástjörn

Dags:

lau. 15. jan. 2022

Brottför:

Kl. 09:00 frá Mjódd

Þessi viðburður er liðinn.

Ath. uppselt er í ferðina miðað við sóttvarnareglur.

Gangan hefst við Kaldársel og verður gengið meðfram Kaldá þar til hún hverfur. Síðan er gengið eftir Selstíg inn í Seldal, milli Stórhöfða og Selhöfða, og komið að vesturenda Hvaleyrarvatns. Þá er gengið eftir Hvaleyrarvatnsvegi að Bleiksteinshálsi, síðan á milli Vatnshlíðar og Ásfjalls og farið á fjallið að sunnanverðu. Gengið er eftir Ásfjalli við byggðina í Ásahverfi og komið niður að Ástjörn norðanverðri gegnt Ástorgi þar sem gangan endar.

Vegalengd 8 km. Uppsöfnuð hækkun um 200 m. Göngutími um 3 klst.

Ef bókað er og greitt gegnum vefsíðuna fyrir kl. 15 á föstudegi fyrir ferð er 10% afsláttur og tekur verðið hér að neðan tillit til þess. Athugið að þeir sem bóka fyrirfram hafa forgang ef pláss í rútu er takmarkað.

Til að taka þátt í ferðum Útivistar þarf að gerast félagsmaður, en þeir sem ekki eru þegar félagsmenn býðst að greiða félagsgjald kr. 8.400 og fá þá félagsskírteini og fyrstu dagsferðina í kaupbæti.

Verð 6.750 kr.

Nr.

2201D03