Snæfellsjökull sólstöðuganga

Dags:

lau. 19. jún. 2021 - sun. 20. jún. 2021

Brottför:

Kl. 17:30 frá Mjódd

Þessi viðburður er liðinn.

Af tindum Snæfellsjökuls er ógleymanlegt að upplifa sumarsólstöður þegar sólargangur er lengstur hér á norðurhveli jarðar.

Gengið verður frá Jökulhálsi og hefst gangan kl. 21. Markmiðið er að vera á toppi jökulsins, milli þúfna um kl. 00:30, og sjá sólina setjast en rísa jafnharðan aftur.

Göngutími 3-4 klst. Hækkun 1000 m.

Þessi ferð er hugsuð bæði fyrir gangandi og þá sem vilja þeysa niður á fjallaskíðum. Nauðsynlegt er að hafa jöklabúnað með í þessa ferð, jöklabrodda, exi og belti en reikna má með að gengið sé í línu.

Innifalið í verði er fararstjórn og rúta.

Nauðsynlegt er að skrá þátttöku í þessa ferð á skrifstofu Útivistar.

Fullbókað! Sendið tölvupóst á utivist@utivist.is til að fara á biðlista.

Hvaðan er farið?

Verð 16.500 kr.

Nr.

2106D04
  • Vesturland