Akrafjall

Dags:

lau. 20. feb. 2021

Brottför:

kl. 9:30.

Akrafjall er ekki ýkja hátt (643 m. y.s.) en þaðan er ljómandi fallegt útsýni þegar veður leyfir. Þjóðsaga segir frá því hvernig fjallið myndaðist, en samkvæmt henni fór Jóka tröllkona suður á land að sækja sér fjall sem henni þótti fallegt. En af því fjallið var þungt var hún svo lengi á leiðinni heim á Snæfellsnes að sólin kom upp þegar kerla var stödd á Akranesi. Henni brá svo að hún missti fjallið, það klofnaði í tvennt og Berjadalur myndaðist. Sjálf varð Jóka að steini og er nú þar sem heitir Jókubunga í fjallinu. 

Gengið verður upp norðanmegin Berjadals og farið þar með brúnum. Farinn verður hringur á fjallinu og niður aftur sunnan Berjadals.

Hækkun er um 500 m. Göngutími 5-6 klst.  

Verð til félagsmanna kr. 7.000 og innifalið í því er fararstjórn og rúta. Ef bókað er og greitt gegnum vefsíðuna fyrir kl. 15 á föstudegi fyrir ferð er 10% afsláttur og tekur verðið hér að neðan tillit til þess. Athugið að þeir sem bóka fyrirfram hafa forgang ef pláss í rútu er takmarkað.

Til að taka þátt í ferðum Útivistar þarf að gerast félagsmaður, en þeir sem ekki eru þegar félagsmenn býðst að greiða félagsgjald kr. 8.000 og fá þá félagsskírteini og fyrstu dagsferðina í kaupbæti.

Verð 6.300 kr.

Nr.

2102D03
  • Vesturland