Þingvellir 2: Ármannsfell

Dags:

lau. 17. okt. 2020

Brottför:

frá BSÍ kl. 9:30

Þessi viðburður er liðinn.

Gangan hefst á Kaldadalsvegi rétt norðan við Sandkluftavatn en þaðan er nokkuð auðveld leið að hæsta tindi fjallsins. Fjallið dregur nafn sitt af landnámsmanninum og hálftröllinu Ármanni Dalmannssyni. Sagnir herma að þessi verndarvættur fjallsins hafi stýrt kappglímu þursa á Hofmannaflöt undir Meyjarsæti og „dáið“ inn í fjallið. Vegalengd 10 km. Hækkun 550 m.

Vegna samkomutakmarkana er ferðinni frestað um óákveðinn tíma.

Verð til félagsmanna kr. 6.500. Ef bókað er og greitt gegnum vefsíðuna fyrir kl. 15 á föstudegi fyrir ferð er 10% afsláttur og tekur verðið hér að neðan tillit til þess. Athugið að þeir sem bóka fyrirfram hafa forgang ef pláss í rútu er takmarkað.

Til að taka þátt í ferðum Útivistar þarf að gerast félagsmaður, en þeir sem ekki eru þegar félagsmenn býðst að greiða félagsgjald kr. 7.800 og fá þá félagsskírteini og fyrstu dagsferðina í kaupbæti.

Fararstjóri Hrönn Baldursdóttir.

Verð 5.850 kr.

Nr.

2010D05
  • Suðvesturland