Reykjavegur 7: Hamragil – Nesjavellir

Dags:

lau. 16. maí 2020

Brottför:

frá BSÍ kl. 8:00

Á Reykjaveginum hefur verið gengið í afar fallegu umhverfi frá Reykjanestá og ekki tekur síðra svæði við hér. Upphaf göngunnar verður í Sleggjubeinsdal og farið framhjá Draugatjörn að Engidal og þaðan í Marardal. Áfram liggur leiðin í gegnum Dyradal og meðfram veginum að Nesjavöllum. Vegalengd 18-20 km Göngutími 7-8 klst. Hækkun 400 m.

Verð til félagsmanna kr. 6.500. Ef bókað er og greitt gegnum vefsíðuna fyrir kl. 15 á föstudegi fyrir ferð er 10% afsláttur og tekur verðið hér að neðan tillit til þess. Athugið að þeir sem bóka fyrirfram hafa forgang ef pláss í rútu er takmarkað.

Til að taka þátt í ferðum Útivistar þarf að gerast félagsmaður, en þeir sem ekki eru þegar félagsmenn býðst að greiða félagsgjald kr. 7.800 og fá þá félagsskírteini og fyrstu dagsferðina í kaupbæti.

Þessi ferð er hluti af raðgöngunni "Reykjavegurinn" sem samanstendur af sjö ferðum frá því í febrúar og fram í maí.

Verð 5.850 kr.

Nr.

2005D03
  • Suðvesturland