Ferðasaga frá Suðurskautslandinu

Dags:

mán. 4. nóv. 2019

Tími:

kl. 20.00.

Þessi viðburður er liðinn.

Lífríki, loftslagsbreytingar og leiðtogar: Ferðasaga frá Suðurskautslandinu. Myndakvöld verður mánudaginn 4. nóvember klukkan 20.00 í Húnabúð, Skeifunni 11. Aðgangseyrir er 1500 krónur. 

Hafdís Hanna Ægisdóttir segir frá lofstlagsbreytingum á Suðurskautinu í máli og myndum.

Suðurskautslandið er framandi og heillandi heimur. Þessi kaldasta, vindasamasta og þurrasta heimsálfa jarðar hefur yfir sér ævintýrablæ landkönnuða og ofurhuga enda hefur ekkert fólk varanlega búsetu á Suðurskautslandinu og engar heimildir eða ummerki eru um að þar hafi verið byggð. Þrátt fyrir einangrun og fjarlægð frá iðnvæddum heimi, eru ummerki um loftslagsbreytingar þar greinileg. Í erindinu verður fjallað um nýlega ferð til Suðurskautslandsins á vegum alþjóðlegs leiðtogaprógrams fyrir vísindakonur. Fjallað verður um ferðalagið, lífríkið, áhrif loftlagsbreytinga á heimsálfuna og þann lærdóm sem dreginn var af ferðalaginu.

Hafdís Hanna Ægisdóttir er plöntuvistfræðingur, vísindamiðlari og forstöðumaður Landgræðsluskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna sem starfar hér á landi.  Hafdís Hanna var fyrsti Íslendingurinn til að fá inngöngu í alþjóðlegt leiðtoganám, Homeward Bound, sem hefur það að markmiði að þjálfa konur með vísindabakgrunn í leiðtogahæfni, stefnumótun og vísindamiðlun sér í lagi í tengslum við loftslagsmálin. Leiðtoganáminu lauk með 3 vikna ferðalagi 80 vísindakvenna til Suðurskautslandsins í byrjun árs 2019.

Verð 1.500 kr.

Nr.