Tindfjallasel

Dags:

fös. 16. ágú. 2019 - sun. 18. ágú. 2019

Brottför:

frá Olís, Norðlingaholti kl 17:00.

  • Skáli

Saga útivistariðkunar á Tindfjallajökli og nágrenni hans er um margt merkileg, enda býður svæðið upp á ýmsa möguleika. 

Ekið á einkabílum austur í Fljótsdal og gengnir um sex km eftir vegslóða upp í nýjasta skála Útivistar. Árla morguns verður farið í fjallgöngur á fjöllin Bláfell (1.011 m) og Saxa (1.308 m) og ef allir eru sprækir verður hægt að fara upp á eitt fjall til viðbótar á leið til baka í skálann. Í góðu skyggni er útsýni afar gott af þessum tindum. Daginn eftir verður gengið á Vörðufell (850 m) áður en lagt verður af stað í bílana. Sameinast í bíla og farþegar taka þátt í eldsneytiskostnaði.

Fararstjóri er Ingibjörg Eiríksdóttir.

Verð 14.000 kr.

Nr.

1908H02
  • Suðurland