Hjólað á höfuðborgarsvæðinu: Miðbær - Grandi

Dags:

lau. 12. jan. 2019

Brottför:

kl. 10.00 frá Toppstöðinni.

Þessi viðburður er liðinn.

Frá Elliðaárdal er hjólað meðfram Suðurlandsbraut, niður Laugaveginn, í gegnum miðbæinn og sem leið liggur út á Granda. Þar verður listaverkið Þúfan skoðað. Til baka verður farið með strönd Skerjafjarðar og í gegnum Fossvogsdal. Brottför frá Toppstöðinni í Elliðaárdal kl. 10. Vegalengd um 20 km og áætlaður hjólatími 3 klst.
Allir velkomnir. Ekkert þátttökugjald. 

Nr.

1901R01
  • Suðvesturland