Sveinstindur – Strútur

Dags:

þri. 9. júl. 2019 - sun. 14. júl. 2019

Brottför:

frá BSÍ kl. 08:00

  • Skáli

Í þessari göngu samtvinnast tvær af vinsælustu gönguleiðum Útivistar. Gengið frá Sveinstindi  niður með Skaftá en síðan sveigt til vesturs inn Hólmsárbotna. Áður en haldið verður í skála Útivistar við Strút er komið við í hinni rómuðu Strútslaug þar sem færi gefst á að skola af  sér ferðarykið. Fyrstu nóttina er gist í skálanum við Sveinstind en þaðan er gengið í Skælinga. Frá Skælingum er gengið í Eldgjá og rakleiðis í Álftavatnaskála og er þá komið inn á Strútsstíg. Gengið í Strútsskála þar sem gist er í tvær nætur. Þann dag sem dvalið er í skálanum er gengið um einstakt umhverfi skálans. Að lokum er ekið frá Hvanngili og til Reykjavíkur.

Verð 68.000 kr.

Nr.

1907L05
  • Miðhálendi