Gönguferð á Gerpissvæðið

Dags:

fös. 5. júl. 2019 - mið. 10. júl. 2019

Brottför:

auglýst síðar

  • Skáli

Ferðin hefst á Mjóeyri við Eskifjörð. Farið með bíla að Karlsskála við utanverðan Reyðarfjörð þar sem gönguferðin endar. Gist í svefnpokaplássi á vegum Ferðaþjónustunnar Mjóeyri. Gengið um firði og nes utan alfaraleiða. Svæði sem býr yfir mikilli sögu og náttúrufegurð.

Á öðrum degi er farið á einkabílum að Grænanesi í Norðfirði og gengið þaðan yfir Götuhjalla, fyrir Hellisfjörð til Viðfjarðar. Gist í svefnpokaplássi í Viðfjarðarhúsinu. Vegalengd um 17 km. Farið með báti frá Viðfirði út á Barðsnes. Gengið út á Barðsneshorn. Steingervingar í fjörunni á sunnanverðu nesinu skoðaðir, Rauðubjörg o.fl. Vegalengd 15 km. Báturinn tekinn til baka frá Barðsnesi inn í Viðfjörð og gist þar.

Gengið frá Viðfirði um Nónskarð, Sandvík og Gerpisskarð til Vöðlavíkur. Vegalengd um 20 km leið. Til vara yrði gengið um Dysjarskarð til Vöðlavíkur. Gist í skála Ferðafélags fjarðamanna að Karlsstöðum í Vöðlavík.

Gengið frá Vöðlavík fyrir Krossanes og að Karlsskála. Hægt að ganga að flaki Henkel 111 þýskrar flugvélar sem er sunnan í Sauðatindi. Vegalengd um 18 km. Bílar sóttir að Grænanesi. Grillveisla og lokakvöldvaka á Randulffs-sjóhúsi. Gist í svefnpokaplássi á vegum Ferðaþjónustunnar Mjóeyri.

Farangur er trússaður á milli staða. Allur matur innifalinn í verði.

Verð 70.000 kr.

Nr.

1907L02
  • Austfirðir