Horn í Horn: Gilsfjörður - Hornbjarg

Dags:

lau. 6. júl. 2019 - mán. 15. júl. 2019

Brottför:

auglýst síðar.

  • Tjald
Þessi viðburður er liðinn.

Í ár lýkur raðgöngu Útivistar sem gengur undir nafninu Horn í horn. Gengið er þvert yfir landið frá suð-austri til norð-vesturs. Ferðin hófst í nágrenni við Eystra-Horn í Austur-Skaftafellssýslu og endar nú í sumar í Hornvík. Gist er í skálum þar sem þeir standa til boða en annars staðar er gist í tjöldum. Ferðirnar eru trússaðar eftir því sem við verður komið. Í ár verður farangur trússaður hluta leiðarinnar, en suma daga þarf að bera allan farangur.

Áfangar göngunnar eru sem hér segir: 

Dagur 1: Gilsfjörður – Arnkötludalur. Vegalengd 15 km.
Dagur 2: Arnkötludalur – Steingrímsfjarðarbotn. Vegalengd 24 km.
Dagur 3: Steingrímsfjarðarbotn – Trékyllisheiði, Búrfellsvatn. Vegalengd 25 km.
Dagur 4: Trékyllisheiði – Ófeigsfjörður. Vegalengd 18 km.
Dagur 5: Ófeigsfjörður – Drangavík. Vegalengd 20 km.
Dagur 6: Drangavík – Drangaskörð – Meyjará. Vegalengd 14 km.
Dagur 7: Meyjará – Reykjarfjörður. Gist í húsi, sundlaug á staðnum. Vegalengd 16-20 km. Möguleiki er fyrir vana að fara á Hrolleifsborg á þessari dagleið (30 km).
Dagur 8: Reykjarfjörður – Bolungarvíkurófæra – Smiðjuvík. Vegalengd 25 km.
Dagur 9: Smiðjuvík – Hornbjarg – Hornvík. Vegalengd 22 km.
Dagur 10: Heimferð úr Hornvík. 

Gist í tjöldum allar nætur nema í Reykjarfirði.
 
Fararstjóri er Hrönn Baldursdóttir.

UPPSELT Í FERÐINA. 

 

Verð 69.000 kr.

Nr.

1907L03
  • Vestfirðir