Vatnaleiðin – bakpokaferð

Dags:

fös. 28. jún. 2019 - sun. 30. jún. 2019

Brottför:

frá BSÍ kl. 8:00

  • Tjald
Þessi viðburður er liðinn.

Tjaldferð um Vatnaleiðina frá Hlíðarvatni til Hreðavatns. Þessi ferð er kjörin fyrir þá sem vilja prófa að ferðast með allt á bakinu. Vatnaleiðin er rómuð fyrir náttúrufegurð og tilvalin til að stíga fyrstu skrefin í bakpokaferð.

Gengið frá Hallkelsstaðahlíð, inn Dýjadali og á Geirhnúk (898 m). Þaðan er farið niður að Hítarvatni og tjaldað við norðurenda vatnsins. Frá Hítarvatni verður gengið inn í Austurárdal og Mjóadal og áfram inn í Langavatnsdal. Tjaldað við norðurenda Langavatns (Borg). Síðasta dag göngunnar verður farið upp Vatnsendagil, yfir Réttarmúla og niður Landamerkjagil. Leiðin liggur svo norður fyrir Vikravatn og að Hreðavatni. Dagleiðir eru um 16-17 km.

Verð 38.000 kr.

Nr.

1906L01
  • Vesturland