Núpsstaðarskógar og fleira. Sumarleyfisferð jeppadeildar

Dags:

fim. 11. júl. 2019 - sun. 14. júl. 2019

Brottför:

  • Tjald
Þessi viðburður er liðinn.

Ekið seinnipart fimmtudags inn í Núpsstaðarskóga en þar eru margar skemmtilegar gönguleiðir, svo sem á Eystrafjall og yfir að Súlutindum. Auðveld ganga er inn að ármótum Núpsár og Hvítár og þeir sem ekki þjást af lofthræðslu geta klifrað í keðju upp kletta og skoðað tvílita hylinn. Farið verður upp í Lakagíga og skoðuð þau stórkostlegu ummerki sem þar eru um mestu jarðhræringar í sögu landsins. Fleiri leiðir verða eknar allt eftir áhuga og veðri en einnig verður farið í gönguferðir sem eru hluti af ævintýrinu.

Verð er pr. bíl.

Verð 15.000 kr.

Nr.

1907J01