Heim úr kaupstað 3: Skógarhólar – Laugarvatnshellir

Dags:

sun. 6. okt. 2019

Brottför:

frá BSÍ kl. 9:30

Þessi viðburður er liðinn.

Gengið með rótum Ármannsfells um Bolabás og austur fyrir fjallið. Þar er komið inn á Prestastíg og honum fylgt austur fyrir Hrafnabjörg en þar verður sveigt af leið upp að Stóru-Eldborg. Farið á milli Dímona, að Barmaskarði og að Laugarvatnshellum. Vegalengd 17 km. Hækkun 150 m. Göngutími 6 klst.

Fararstjóri er Guðrún Hreinsdóttir, sími 896 2401

Ath. í ljósi veðurspár hefur ferðin verið færð yfir á sunnudag.

Verð til félagsmanna kr. 6.000. Athugið að þeir sem bóka fyrirfram hafa forgang ef pláss í rútu er takmarkað.

Til að taka þátt í ferðum Útivistar þarf að gerast félagsmaður, en þeir sem ekki eru þegar félagsmenn býðst að greiða félagsgjald kr. 7.500 og fá þá félagsskírteini og fyrstu dagsferðina í kaupbæti.

Nánari umfjöllun um raðgönguna.

Verð 6.000 kr.

Nr.

1910D01