Brúarárskörð

Dags:

lau. 31. ágú. 2019

Brottför:

frá BSÍ kl. 8:00

Þessi viðburður er liðinn.

Brúará á upptök sín á Rótarsandi og fellur niður um Brúarárskörð á milli Högnhöfða og Rauðafells. Í Brúarárskörðum streymir vatn víða út úr berginu þannig að áin verður fljótt mikið vatnsfall. Hún hefur grafið hrikalegt gljúfur og fellur í fossum niður á undirlendið. Þetta gljúfur verður skoðað og síðan haldið niður með Brúará og eftir vegslóða að Úthlíð. Vegalengd 15 km. Hækkun óveruleg. Göngutími 5-6 klst.

Fararstjóri er Steinar Frímannsson.  FULLBÓKAÐ Í FERÐINA

Verð 6.300 kr.

Nr.

1908D06