Þórisjökull

Dags:

lau. 29. jún. 2019

Brottför:

frá Útivist kl. 8:00

Þórisjökull er móbergsstapi með jökulhettu. Gengið af Kaldadal vestan á stapann. Í fyrstu farið upp bratta hlíð en síðan taka við skriður og jökulurðir inn að jöklinum. Jökulgangan er á fótinn en efst er jökulbungan og ekki gott að finna hæsta punkt. Útsýni er gríðarmikið til allra átta. Af jöklagöngu að vera er ganga á Þórisjökul tiltölulega þægileg. Vegalengd 18-20 km. Hækkun 650 m. Göngutími 7-8 klst.

Athugið að skrá þarf þátttöku í þessa ferð á skrifstofu Útivistar. Þátttakendur þurfa að hafa jöklabúnað, en hann er hægt að leigja hjá Útivist. Athugið, að brottför verður frá skrifstofu Útivistar, Laugavegi 178.

Fararstjóri er Páll Arnarson.

Verð til félagsmanna kr. 8.500. Ef bókað er og greitt gegnum vefsíðuna fyrir kl. 15 á föstudegi fyrir ferð er 10% afsláttur og tekur verðið hér að neðan tillit til þess. Athugið að þeir sem bóka fyrirfram hafa forgang ef pláss í rútu er takmarkað.

Athugið að frímiði gildir ekki í jöklaferðir.

Til að taka þátt í ferðum Útivistar þarf að gerast félagsmaður. Þeim sem ekki eru félagsmenn býðst að greiða félagsgjald kr. 7.500 og fá þeir þá félagsskírteini og eina létta dagsferð í kaupbæti.

Verð 7.650 kr.

Nr.

1906D04