Reykjanes – jarðfræðiferð - Ferð aflýst

Dags:

lau. 9. mar. 2019

Brottför:

frá BSÍ kl. 9:30

Þessi viðburður er liðinn.

Farið um Kleifarvatn og Krýsuvík, kíkt á mobergsmyndanir sem orðið hafa til við gos undir jökli, skoðuð jarðhitasvæðin í Seltúni og gengið að Austurengjahver einum af stærri leirhverum landsins. Skoðaður sprengigígurinn Grænavatn. Farið að Eldborg undir Geitahlíð , gengið á borgina og skoðaðar mismunandi hraunmyndanir og hrauntraðir. Margt fleira mun bera fyrir augu í Reykjanesfólkvangi enda Paradís fyrir jarðfræðiunnendur. Gera má ráð fyrir nokkrum styttri göngum, og minnst 5 klst útiveru.

Fararstjóri og fræðari er Einar Þorleifsson náttúrufræðingur.

FERÐ FELLUR NIÐUR VEGNA ÓNÓGRAR ÞÁTTTÖKU

Til að taka þátt í ferðum Útivistar þarf að gerast félagsmaður, en þeir sem ekki eru þegar félagsmenn býðst að greiða félagsgjald kr. 7.500 og fá þá félagsskírteini og fyrstu dagsferðina í kaupbæti.

Verð 5.400 kr.

Nr.

1903D02
  • Suðvesturland