Hæðir og vötn í Heiðmörk

Dags:

lau. 26. jan. 2019

Brottför:

kl. 9:30 

Þessi viðburður er liðinn.

Heiðmörk er stærsta útivistarsvæði á höfuðborgarsvæðinu. Skógrækt hófst þar upp úr 1950 og þar er nú víðáttumikið stígakerfi inni í ræktarlegum skógi. Stærsta vatnið á svæðinu er Elliðavatn og þaðan liggur leiðin um Þingnes upp að Guðmundarlundi. Síðan verður farið að Grunnuvötnum og að Vífilsstaðavatni. Vegalengd 10 km. Hækkun óveruleg. Göngutími 3-4 klst.

Brottför er frá Vífilsstaðavatni. Þátttakendur koma á eigin vegum á bílastæði við Vífilsstaðavatn (sjá loftmynd hér að neðan) og rúta flytur hópinn á upphafsstað göngunnar. Göngunni lýkur svo á bílastæðinu við Vífilsstaðavatn.

Verð til félagsmanna kr. 2.500. Ef bókað er og greitt gegnum vefsíðuna fyrir kl. 15 á föstudegi fyrir ferð er 10% afsláttur og tekur verðið hér að neðan tillit til þess. Athugið að þeir sem bóka fyrirfram hafa forgang ef pláss í rútu er takmarkað.

Til að taka þátt í ferðum Útivistar þarf að gerast félagsmaður, en þeir sem ekki eru þegar félagsmenn býðst að greiða félagsgjald kr. 7.500 og fá þá félagsskírteini og fyrstu dagsferðina í kaupbæti.

Verð 2.500 kr.

Nr.

1901D04
  • Suðvesturland