Horn í Horn: Hrútafjörður – Gilsfjörður

Dags:

fös. 10. ágú. 2018 - sun. 12. ágú. 2018

Brottför:

auglýst síðar

  • Tjald
Þessi viðburður er liðinn.

Seinni áfangi Horn í horn göngunnar þetta árið er helgarferð með tveimur löngum göngudögum. Haldið er af stað síðdegis á föstudegi með rútu frá Reykjavík og keyrt að Borðeyri en þar er gist í gistihúsi. Snemma næsta morgun er haldið af stað um Hólmavatnsheiði og tjaldað við Lambeyrar. Á sunnudeginum verður gengið um Gaflfellsheiði, framhjá Þorkötlumúla og niður Snartartunguheiði í botn Gilsfjarðar. Rúta bíður hópsins á leiðarenda og keyrir til Reykjavíkur um kvöldið. Búast má við vöðum á leiðinni og einhverri bleytu við heiðarvötn.

Fararstjóri Hrönn Baldursdóttir.

Verð 40.000 kr.

Nr.

1808L05
  • Norðvesturland