Hvalfjörður 3: Hallgrímskirkja - Grundartangi ATH. breytt dags

Dags:

sun. 21. okt. 2018

Brottför:

frá BSÍ kl. 9:30

Þessi viðburður er liðinn.

Gangan hefst við Hallgrímskirkju í Saurbæ og gengið að ströndinni og henni fylgt eins og kostur er alla leið að vegamótum milli Norðuráls og Járnblendiverksmiðjunnar. Komið er við á Katanesi, en þar átti að vera ferjustaður fyrir landgöngupramma yfir á Hvalfjarðareyri. Aldrei varð að því og voru prammarnir notaðir í sementsflutninga í staðinn. Vegalengd er um 13 km. Hækkun óveruleg. Göngutími 4 klst.

ATH: vegna veðurútlits er gangan færð yfir á sunnudag, en í veðurspá gerir ráð fyrir hvassviðri á laugardag.

Athugið að þeir sem bóka fyrirfram hafa forgang ef pláss í rútu er takmarkað.

Til að taka þátt í ferðum Útivistar þarf að gerast félagsmaður, en þeir sem ekki eru þegar félagsmenn býðst að greiða félagsgjald kr. 7.500 og fá þá félagsskírteini og fyrstu dagsferðina í kaupbæti.

Fararstjóri er Guðrún Hreinsdóttur.

Verð 5.500 kr.

Nr.

1810D03
  • Vesturland