Vikrafell

Dags:

lau. 26. maí 2018

Brottför:

frá BSÍ kl. 8:00

Þessi viðburður er liðinn.

Ferðin fellur niður vegna lítillar þátttöku.

Tvö keilulaga fjöll blasa við þegar ekið er áleiðis upp Norðurárdalinn. Fjær rís Baula en á vinstri hönd til móts við Hreðavatn rís Vikrafellið 520 m yfir sjó. Ganga á þennan fallega keilumyndaða móbergshnjúk hefst við gamla Hreðavatnsbæinn. Gengið er meðfram vatninu norðanmegin í vesturátt, að Selvatni og vestur fyrir Miðmorgunsborg, síðan upp á Dyngju og eftir henni að fellinu. Þaðan er haldið upp hrygg Vikrafells og gengið eftir því og niður að austanverðu. Síðan er gengið um Bæjarskarð og Jafnaskarð svo úr verður lítill hringur. Af þessum litla en áberandi tindi á miðri Vatnaleiðinni er gott útsýni hvort sem er til lands eða sjávar. Vegalengd 15 km. Hækkun 440 m. Göngutími 7 klst.

Verð til félagsmanna kr. 6.000. Ef bókað er og greitt gegnum vefsíðuna fyrir kl. 15 á föstudegi fyrir ferð er 10% afsláttur og tekur verðið hér að neðan tillit til þess. Athugið að þeir sem bóka fyrirfram hafa forgang ef pláss í rútu er takmarkað.

Til að taka þátt í ferðum Útivistar þarf að gerast félagsmaður, en þeir sem ekki eru þegar félagsmenn býðst að greiða félagsgjald kr. 7.500 og fá þá félagsskírteini og fyrstu dagsferðina í kaupbæti.

Fararstjóri Gunnar Hólm Hjálmarsson.

Verð 7.500 kr.
Verð 6.000 kr.

Nr.

1805D04
  • Vesturland