Núpsstaðarskógar og fleira

Dags:

fim. 12. júl. 2018 - sun. 15. júl. 2018

Brottför:

auglýst síðar.

  • Tjald
Þessi viðburður er liðinn.

Jeppa- og gönguferð í Núpsstaðarskóga.

Ekið seinnipart fimmtudags inn í Núpsstaðaskóga.

Fyrir jeppamenn og konur verður tekinn einn dagur í að fara inn að Lakagígum og skoða þau stórkostlegu ummerki sem þar eru um einar mestu jarðhræringar í sögu landsins. Hvaða dagur það verður fer eftir veðri. Frekari akstursleiðir verða settar á dagskrá eftir áhuga ökumanna og með tilliti til veðurs, en þeir sem áhuga hafa geta tekið þátt í gönguferðunum sem eru hluti af ævintýrinu.

Fyrir göngufólk er áætlunin þessi: á föstudag er gengið upp á endann á Eystrafjalli og yfir að Súlutindum, svæðið skoðað. Á laugardeginum er farið inn Núpsstaðaskóg að ármótum Núpsár og Hvítár. Þeir sem ekki þjást af lofthræðslu geta klifrað eftir keðjunni upp klettana og skoðað tvílita-hylinn. Á sunnudeginum verður gengið meðfram Eystrafjalli og þá sést glögglega hve mikið Súlujökull og Skeiðarárjökull hafa hörfað. Heimferð verður að lokinni góðri göngu.

Verð miðast við fullorðin einstakling en frítt er fyrir börn.

Verð 9.000 kr.

Nr.

1807J01
  • Suðurland