Básar - helgarferð

Dags:

lau. 19. maí 2018 - mán. 21. maí 2018

Brottför:

kl. 9:00

Þessi viðburður er liðinn.

Þátttakendur hittast við Olís á Norðlingaholti. Þar verður sameinast í bíla og ekið að skemmunni við gömlu Markarfljótsbrúna. Við brúna verðu stígið á fákana og hjólað sem leið liggur inn í Bása. Við reynum að sjálfsögðu að hjóla yfir allar árnar án þess að detta. Þegar komið er í Bása verður kynt undir grillinu.  Mánudag verður sama leið hjóluð til baka. Gist verður í skála eða tjöldum. Vegalengdin er tæplega 30 km hvor leið og áætlaður hjólatími 5-6 klst.

Farangur verður fluttur á milli staða í bíl sem fylgir hópnum. Þeir sem gista í skála greiða skálagistingu, en tjaldstæði eru gjaldfrjáls fyrir félaga í Útivist. Þeir sem fá far með öðrum taka þátt í eldsneytiskostnaði. Fylgist með á Facebook síðu Útivistar. Takmarkaður fjöldi. Aldurslágmark 16 ár. Skráningu lýkur 5 dögum fyrir brottför. Þátttaka tilkynnist á skrifstofu Útivistar.

Fullbókað í ferðina! Hægt að bóka sig á biðlista á utivist@utivist.is

Verð 6.000 kr.
Verð 6.000 kr.

Nr.

1805R01
  • Suðurland