Hjólað á höfuðborgarsvæðinu: Hafravatn - Heiðmörk

Dags:

lau. 21. apr. 2018

Brottför:

kl. 10:00

Þessi viðburður er liðinn.

Hjólað meðfram Grafarvogi og Vesturlandsvegi upp með Úlfarsfelli og inn á Hafravatnsveg. Eftir Hafravatnsvegi er haldið að Suðurlandsvegi. Tekin verður Hraunslóð inn í Heiðmörk og hjólað í átt að Elliðavatnsbænum. Þaðan verður farið um Norðlingaholt og Elliðaárdal til baka að upphafsstað. Mæting við Toppstöðina í Elliðaárdal.  Vegalengdin er um 35 km og áætlaður hjólatími 5-6 klst. Allir velkomnir. Ekkert þátttökugjald. Fylgist með á á Facebook síðu Útivistar. 

Nr.

1804R02
  • Suðvesturland