Hjólað á höfuðborgarsvæðinu: Hvaleyrarvatn

Dags:

lau. 24. mar. 2018

Brottför:

kl. 10:00

Þessi viðburður er liðinn.

Hjólað um Mjódd að efri byggðum Kópavogs um stíg sem liggur á mörkum Reykjavíkur og Kópavogs. Þaðan er stefnan tekin að Vífilstaðavatni. Hjólað eftir Flóttamannaveginum að Kaldárselsvegi og þaðan yfir að Hvaleyrarvatni. Þaðan um Hafnarfjörð og til baka um stíga meðfram Reykjanesbraut.  Mæting við Toppstöðina í Elliðaárdal.  Vegalengdin er um 35 km og áætlaður hjólatími 4-5 klst. Ef veður verður óhagstætt verður farin styttri leið. Allir velkomnir. Ekkert þátttökugjald. Fylgist með á Facebook síðu Útivistar.

Nr.

1803R02
  • Suðvesturland